Sandakan Malasía,
[Malaysia]


SANDAKAN
MALASÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Sandakan er fyrrum höfuðborg Norður-Borneó er á austurströndinni, 400 km frá Kota Kinabalu.  Borgin er nú mikilvæg viðskiptamiðstöð og útflutningshöfn fyrir timpur, rattan (pálmabolir), kopra (þurrkaðir kókoshnetukjarnar) o.fl.

Í 30 km fjarlægð eru Gomantonghellarnir tveir.  Þangað eru reglulega sótt svöluhreiður (salanganhreiður) til að framreiða í kínversku fuglahreiðursúpuna.  Það er erfitt að aka þangað.  Flóð eru tíð á leiðinni, þannig að ferðin þangað getur tekið marga daga.

**Sepilok orang utan verndarsvæðið fyrir skógarmanninn, er 25 km frá Sandakan.  Þar eru tamdir orang utan mannapar, sem eru í útrýmingarhættu, vandir við skógarlífið að nýju.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM