Malasía samgöngur,
[Malaysia]


MALASÍA
SAMGÖNGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Samgöngur eru góðar í samanburði við önnur lönd álfunnar.  Austurhluti landsins er frumstæður að því leyti en hinn vestari, þar sem 75% allra vega eru með bundnu slitlagi, einkum í strandhéruðunum.  Eftir að vegasamband komst á stranda á milli í norðurhluta V-Malaysiu er hægt að aka umhverfis skagann.  Fáir vegir í Sarawak og Sabah utan aðaltengivegarins eru malbikaðir.  Tvö járnbrautarkerfi liggja um Vestur-Malasíu frá norðri til suðurs milli Singapúr og Tælands (ca. 2500 km löng alls).  Annað liggur með ströndinni og tengist hafnarborgum, hitt, sem liggur um landið mitt, var tvöföldað til að flytja fleira fólk á árunum 1993-1995 (gert til að fækka bílum á þjóðvegum).  Einu járnbrautarsamgöngur í Austur-Malasíu eru á milli Kota Kinabalu og Tenom (134 km).

Samgöngur á sjó eru mjög mikilvægar, bæði með ströndinni, milli A.- og V.-M. og um hin skipgengu fljót.  Margar fleytur á sjó eru ekki haffærar og skyldi varast að þiggja flutning með þeim.

Fimm alþjóðaflugvellir tengja Malasíu við umheiminn auk 15 innanlandsflugvalla.

Ferðaþjónusta hefur vaxið mjög frá áttunda áratugnum, einkum á Malakkaskaga.  Flestir ferðamenn 1984 (>3 milljónir) komu frá Tælandi, Japan, Bretlandi og USA.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM