Sabah Malasía,
[Malaysia]


SABAH
MALASÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Sabah á Norður-Borneó er 73.711 km².  Ríkið var áður hluti af Brunei.  Það er fjalllent og villt frumskógasvæði.  Borgir og þorp eru fremur óaðlaðandi fyrir ferðamenn.  Íbúarnir (1 milljón) eru dusun, kínverjar og frumbyggjar.

Þegar landið varð hluti af verzlunarsvæði North Borneo Company, var rofin aldalöng einangrun þess, mest af völdum sjóræningja.  Kota Kinabalu, höfuðborgin, var eitt sinn þekkt undir nafninu Api Api, sem þýðir „eldur, eldur", því að sjóræningjarnir brenndu hana margoft til grunna.

Árið 1888 varð Sabah ásamt Brunei og Sarawak (Brooke) að brezku verndarsvæði.  Núna er Sabah ómissandi hluti Malasíu og efnahagur þess byggist mest á timbri og landbúnaði.

Vegakerfið er einn vegur með bundnu slitlagi á milli Merapok til Tawau í gegnum mestu þéttbýlin, Kota Kinabalu og Sandakan.  Annars staðar er ferðast á mjög torfærum vegaslóðum, á ánum eða með stopulli, lítilli járnbrautarlest, sem rennur á milli Beaufort og Tenom í suðvesturhluta landsins.

Ferðamenn koma til þess að njóta landslagsins og dýralífsins.

Mt. Kinabalu er hæsta fjall Sa-Asíu og er vel þess virði að klífa það.

Sepilok orang utan verndarsvæðið í Sandakan og Skjaldbökueyjar eru athyglisverðar.

Því miður er Sabah fremur dýrt land, en keppzt er skipulega að því að halda verðlagi í skefjum.

Líkt og Sarawak hefur Sabah takmarkaða heimastjórn og því eigið toll- og útlendingaeftirlit.  Flestir gestir fá dvalarleyfi í einn mánuð og það er sjaldgæft, að gestir séu látnir gera grein fyrir fjármálum sínum og sýna farseðil úr landi.  Kjósi fólk að framlengja dvöld sína, gengur það fljótt og vel hjá útlendingaeftirlitinu.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM