Þar
sem Malakkasund mætir Indlandshafi eru 99 eyjar, 30 km frá ströndinni
við Kuala Perlis. P.L. er
þeirra stærst, en á hinum stærstu búa u.þ.b. 20.000 manns.
Margar eyjanna eru með öllu óbyggðar og ósnortnar.
Helzta þorpið á P.L. er Kuah.
Helztu náttúrufyrirbærin eru:
Sjöhyljafoss,
litskrúðug klettabelti, frábærar strendur (ein með svörtum sandi),
kóralrif og gjöful fiskimið milli kóralskerja og eyja.
P.L.
er rómantísk eyja, þrungin þjóðsögum og ævintýrum.
Þjóðsagnaprinsessan Mahsuri var líflátin á
P.L. vegna meints hórdómsbrots. Áður
en hún lét lífið lagði hún þau álög á eyjuna, að hagsæld
skyldi skorta næstu 7 kynslóðir.
Þegar blóð hennar rann hvítt, þóttust menn vissir um, að hún
hefði verið líflátin saklaus. Nú virðast álögin orðin óvirk, því að reist hafa
verið mörg lúxushótel (L. Country Club) og grózka er í ferðaþjónustunni.
Vegur með bundnu slitlagi liggur umhverfis alla eyjuna.
*Stöðuvatn
vanfæru konunnar
dregur að sér óbyrjur, sem trúa á þjóðsöguna um barnlausu
konuna, sem varð ófrísk við að baða sig í því.
P.L.
var áður fyrr aðsetur sjóræningja eins og svo margir aðrir staðir
í þessum heimshluta.
Strendur
eyjarinnar eru afbragðsgóðar og hægt er að finna afskekkta og rólega
staði. Á fjöru er hægt
að ganga þurrum fótum frá Pantai Rhu-ströndinni út í litla eyju
en þess verður að gæta, að grandinn hverfur á flóði.
Sjórinn er víða tær, þótt monsúnvindar gruggi hann
talsvert víða, og gaman er að virða fyrir sér sjávarlífið, kóralla,
fiska, krabba o.fl. í gegnum sundgleraugu við köfun eða sund.
Afþreying
1. Fjallganga á Gunong Rayu, 758 m.
2. Útreiðar.
3. Siglingar (skútur, bátar, köfun, veiði).
4. Golf, tennis, ballskák o.fl. innanhússleikir.
Skoðunarverðir
staðir
Villidýragarðurinn,
Sjöhyljafoss, Kuahflói, Hvítkrókódílavatn, Stöðuvatn vanfæru
konunnar,
Svartaströnd,
marmaranámurnar, heitu laugarnar, margra hæða hellir, gröf Mahsuris.
Sjöhyljafoss
er 91 m hár með 7 stöllum. Gaman
er að renna sér niður fossana milli hylja, þó ekki niður efsta
fossinn, sem er of brattur.
Heitu
laugarnar eru sagðar hafa myndazt við heiftugar deilur milli tveggja helztu fjölskyldna
eyjarinnar vegna mægða. Fjölskylda
biðilsins rændi þorp fjölskyldu stúlkunnar og átök hófust.
Þar var heitt í kolunum. |