Íbúar
u.þ.b. 1 milljón, þar af u.þ.b.
500.000 í Georgetown.
Heitir eftir pinang (betel-hnetupálmanum), sem er mikið ræktaður
á eyjunni. Penang er tengd
meginlandinu með lengstu brú Asíu, 13,5 km.
Eyjan er elzt hinna þriggja svonefndu sundanýlendna (Malakka og
Singapúr), sem soldáninn af Kedah eftirlét Austur-Indíafélaginu
1785 og Bretar hernámu 1786 undir stjórn Francis Light skipstjóra.
Á
flatlendum austurhluta eyjarinnar er Georgetown (400.000 íb.), einnig
nefnd Penang. Borgin er
vinsælasti ferðamannastaður Malaysiu og ein líflegasta hafnarborg Asíu.
Hún heillar ókunnuga með austurlenzkum blæ. Miðborgin er þægilega stór til að komast um gangandi og
öll stóru hótelin eru innan seilingar.
Bezt nýtur fólk andrúmslofts borgarinnar að kvöldi til á
Penangvegi, Campell Street eða Chulia Street, þar sem er aragrúi af
verzlunum.
Ýmislegt
skoðunarvert er í Georgetown, s.s. margar minjar frá nýlendutímanum
(gröf Francis Light, Fort Cornwallis frá 1810, kirkja hl. Georgs, sem
er elzta biskupakirkja Sa-Asíu frá 1818 o.fl. byggingingar).
Kvöldmarkaðir.
Í Georgetown eru mörg útiveitingahús og matarvagnar, t.d. við
Gurney Drive og Explanade, þar sem er upplagt að bragða á sérréttum
Penang (alltaf að gæta að því, að maturinn sé vel soðinn).
Malam-basarinn er fluttur úr stað á tveggja vikna fresti, svo
að athuga verður hvar hann er hverju sinni.
Þar er mikið úrval af fatnaði og búsáhöldum o.fl. Hann er
ekki kominn á gott skrið fyrr en eftir kl. 20:00 á kvöldin.
Lyfjate
er vinsælt. Einn
tevagnanna í Georgetown er með skilti, sem á stendur, að teið lækni
m.a. höfuðverk, magaóreiðu, nýrnatruflanir, malaríu og kóleru og
„fartulence" (vindgang)
Nokkru
vestan Georgetown er bærinn Ayer Itam.
Þar er kínverska hofið Kek Lok Si, sjö hæða bygging.
Útsýni
frá garði Penang Hill hótelsins er afargott.
Sigling
á hraðbátum umhverfis eyjuna tekur u.þ.b. 2 klst.
Hjá
Batu Ferringgi, 17 km norðan G., eru mjög fallegar og góðar baðstrendur.
Fort
Cornwallir.
Byggt
1808-10 úr timbri upprunalega á staðnum, þar sem Francis Light
skipstjóri lenti á Penang 17. júlí 1786.
Algengt er að óbyrjur færi blóma- og reykelsisfórnir
(joss-sticks) við stóru fallbyssuna (reðurtákn) á hornveggnum
vinstra megin við aðalinn-gang.
Klukkuturninn.
Maður
að nafni Chen Eok afhenti innfædda milljónamæringnum Cheah turninn
sem gjöf til Penangbúa til minningar um demantsafmæli Viktoríu
drottningar á valdastóli, 60 ár.
Turninn er ríflega 18 m hár.
Kongsis
eru
upprunnin í Kína fyrir mörgum öldum fyrir félagsstarf þeirra, sem
bera sama ættarnafn. Nú
á dögum beina þessi félög kröftum sínum að því að styrkja félaga
sína og varðveita trúarsiði, þannig að kongsi er líka hof. Ættarhúsin fá tekjur af fasteignum, sem þau eiga og lánum,
sem þau veita félögum gegn háum vöxtum.
Flest ættarhúsin í Penang voru stofnuð snemma á 19. öld, þegar
ófriður ríkti milli ættanna með blóðhefnd og tilheyrandi. Hvert ættarhús hefur eigin kirkjugarð. Innandyra eru nöfn forfeðranna skráð á skilti,
eitt nafn á hvert, og alltaf bætist við.
Nöfn þeirra, sem skarað hafa fram úr á einhverju sviði, eru
hengd upp í sérstökum heiðursal.
Flest ættarhúsanna eru einungis ætluð körlum, en Ong og Khaw
ættirnar heiðra líka dætur sínar.
**Khoo Kongsi
er
ríkasta ættarhús Penang. Þar
er að finna fagran og vandaðan drekafjallasal, sem var reistur 1906 af
kínverskum fagmönnum úr efni frá Kína.
Endurnýjun fór fram á miðjum 6. áratugnum.
Þar er að sjá fagra kínverska list, högg- og útskurðarmyndir. Þetta hús er meðal skrautlegustu ættarhúsa í Malaysiu
og vel þess virði að skoða það.
Það er opið frá kl. 09:00 - 17:00 mánudaga til föstudaga og
milli 09:00 og 13:00 á laugardögum.
Fólk verður að fá leyfi á skrifstofu ættarhússins til
heimsóknar og er það oftast auðfengið.
Snákahofið.
Byggt
1850. Hofið er helgað
Chor Soo Kong. Á meðan
frumskógurinn hafði ekki verið ruddur næst hofinu, flykktust snákar
inn í það í leit að skjóli og hafa ílenzt þar.
Þeir eru af tegundinni Wagler's Pit Wiper, sem er baneitruð.
Þeir hringa sig um gripi á altarinu og á bak við það hálfsofandi
af reykelsisanganinni og eru því hér um bil hættulausir.
Í hliðarsal, strax til hægri, þegar komið er inn í hofið,
getur fólk látið taka af sér myndir með snáka um hálsinn og
haldandi á þeim. Þeir
segja að enginn hafi verið bitinn við þá iðju enn þá !
**Kek Lok Si í Ayer Hitam.
Stærsta og fegursta búddahof og klaustur í Malaysiu.
Það nær yfir 30 ekrur lands (ca 12 hektara), þannig að
byggingarnar eru margar, þ.á.m. hof hinna 10.000 búddalíkneskja.
Það tók nokkra áratugi og aragrúa fagmanna frá Kína, Búrma
og fleiri löndum að byggja það. Verkið hófst seint á 19. öld með byggingu hofs gyðju
miskunarinnar, Kuan Yiu, þar sem stóð áður lítið hof helgað sömu
gyðju. Hofi hinna 10.000 búdda,
sem einnig er kallað hof Rama V (tælenzkur konungur) var lokið 1927. Í
einum hofgarðanna eru tvær tjarnir með hundruðum skjaldbakna, sumar
orðnar margra áratuga gamlar og tjörn með ferskvatnsfiski.
Kínverjar líta á skjaldbökur sem tákn lang-lífis og talið
er til dyggða að gefa dýrunum frelsi á degi Wesaks, sem er trúarlegur
frídagur í búddatrú. Þess vegna eru skjaldbökur stöðugt fluttar til hofsins
til að gefa þeim frelsi síðar.
Gestir mega fóðra þær með grænmeti, sem selt er á staðnum.
Maður
að nafni Beow Lean kom frá Kína síðla árs 1885 til að taka við
stöðu ábóta í elzta kínverska klaustrinu á Penang, Kuan Yin Teng.
Hann fékk hugmyndina að Kek Lok Si hofinu, þegar hann sá að
landslagið var svipað umhverfi Hof San klaustursins í Foochow í Kína,
þar sem hann fæddist. Hann
fékk leyfi til að nota það klaustur til fyrirmyndar.
Beow var eignalaus maður eins og munkum ber að vera en með
eldmóði sínum fékk hann fjársterka kaupmenn til að styrkja verkið.
Fyrstu 15 árin fóru í að ryðja skóg og sprengja grjót.
Aðalhofið, sem hæst rís er átthyrnt neðst eins og kín-versk
hof, þakskreytingarnar eru tælenzkar og turnspíran er búrmönsk.
Í hilluröðum innandyra eru búddalíkneski úr marmara og
gulli.
Penanghæð
rís
821 m yfir sjávarmál, þar sem hæst ber.
Talsvert svalara er þar uppi en niðri í borginni og útsýnið
er mjög gott. Ferðin upp
tekur hálfa klst með togbraut, en biðin eftir fari upp getur tekið
langan tíma. Fyrsta lest
fer upp kl. 06:30 í Air Itam og síðan á hálftíma fresti til miðnættis.
Fargjald er M$ 3.00 fyrir fullorðna og M$ 1,50 fyrir börn.
Grasagarðurinn
er
8 km frá Georgetown í fögrum dal, umkringdum frumskógi.
Þar eru grænar flatir, tilbúnir hólar, fjöldi trjá- og
jurtategundum og hálfvilltir apar, sem vinsælt er að fóðra.
Sölumenn vilja selja ferðamönnum hnetur til að gefa þeim, en
aparnir vilja þær ekki. Þeir
kjósa frekar ávexti. Í
litlum dýragarði má sjá dádýr músadádýr (mjög lítil), oran
gutan, kengúrur o.fl.
Wat
Chai Yamanalaram.
Stærsta
tælenzka hofið á Penang. Þar er þriðji stærsti liggjandi búdda í heiminum, 33 m
langur og skreyttur gulllaufi.
Búrmanska
hofið
er
handan götunnar, beint á móti hinu tælenzka.
Það er eina búrmanska hofið á Penang.
Auk íburðarmikilla útskurðarmynda eru þar tveir steinfílar
við aðalhliðið.
Batuferringhi.
Frábærar
strendur u.þ.b. hálftímaakstur í norður frá Georgetown.
þar er fjöldi mjög góðra alþjóðlegra hótela (Bayview
Pacific Beach Resort var opnað 1. okt. 1990).
Malæískt
þorp á Penang.
Teluk
Bahang er u.þ.b. 24 km frá Georgetown á vesturströndinni.
Það er dæmigert malayískt múslimaþorp, þar sem býr rólegt,
vingjarnlegt og snyrtilegt fólk, sem stundar fiskveiðar.
Mikið er veitt að næturlagi.
Snyrtimennskan á aðallega rætur í því að halda skordýrum
og öðrum óæskilegum smádýrum í burtu.
Síðdegis er fjör í tuskunum, þegar bátarnir koma að landi
og fiskurinn er boðinn upp með hávaða og látum eftir að eiginkonur
fiskimannanna hafa valið sér góða bita. Taka má myndir í þorpinu og börnin þiggja gjarnan smáaura
fyrir. Lífið er ákaflega
einfalt og óstressað. Húsin
eru líka einföld að gerð, flest með bárujárnsþökum núorðið,
því auðveldara er að gera þau en stráþökin.
Penangbrúin.
Heildarlengd
13,5 km, þar af 11,5 km yfir sjó.
Tollur á leið til Penang en ekki þaðan til meginlandsins. Hún
var opnuð 15. sept. 1985. Suður-kóreanskt fyrirtæki byggði hana á þremur og hálfu ári
í stað fimm ára, sem áætluð voru til verksins.
Við smíðina unnu 3000 verkamenn, þar af 1000 refsifangar frá
S.-Kóreu. Tuttugu manns fórust við smíðina og fjöldi
manns hefur
framið sjálfsmorð með því að stökkva fram af henni. Á henni eru
fjórar
akreinar og hægt að fjölga þeim í sex.
Hæst er undir brúna miðja eru 225 m.
Hún er gerð til að bera a.m.k. 45 tonna farartæki á 4 öxlum.
Fuglagarðurinn
er nálægt brúarendanum meginlandsmegin. |