Johor Bahru Malasía,
[Malaysia]


JOHOR BAHRU
MALASÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Johor Bahru er höfuðborg Johorríkis með 260.000 íbúa syðst á Malakkaskaganum við mjótt Johorsundið, rétt norðan við Singapúr.  Þar býr soldáninn, sem var konungur Malasíu 1993.

Opinberar byggingar og *móttökuhöll soldánsins, Istana Besar, prýða borgarmyndina.  Móttökuhöllin er aðeins notuð til opinberra móttökuathafna.  Þar er mikið safn vopna, verðlaunagripa fyrir veiðar og klæðnaður, sem borinn er við hirðina.  Hallargarðurinn er meðal fegurstu garða Malasíu.
Steinsnar frá höllinni er *Abu-Bakar-moskan (1892), sem er byggð í blönduðum márískum og brezkum nýlendustíl.  Frá moskunni er gott útsýni yfir Johorsund til Singapúr og á haf út.

Höll soldánsins, Istana Bukit Serene, er lokuð almenningi sem og konunglega grafhýsið við Jalan Mahmoodiah.

Mælt er með ferð frá Johor Bahru til Kota-Tinggi-fossanna.  Akstur hvora
leið til þessa vinsæla útivistarsvæðis tekur eina klukkustund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM