Ipoh Malasía,
[Malaysia]


IPOH
MALASÍA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ipoh er höfuðborg Perakríkis með 320.000 íbúa.  Borgin er miðstöð mesta tinnámusvæðis í heimi í nærliggjandi Kintadalnum og oft kölluð Borg milljónamæringjanna'  Auk þess er hún kunn fyrir hellahofin, Perak Tong og Sam Poh, við þjóðveginn bæði sunnan og norðan borgarinnar.

Við veginn milli Ipoh og Taiping er Kuala Kangsar, þar sem höll soldánsins í Perak, Istana Iskandariah, er að finna.  Einnig er áhugavert að skoða hina skrautlegu mosku '*Ubudiah'.

Í Taiping borgar sig að skoða Vatnagarðana, *Lake Gardens, sem er stærsti og fallegasti skrúðgarður í Malasíu.  Í Taipingsafninu eru alls konar forngripir og minjar um frumbyggjana, vopn, skartgripir, verkfæri o.fl.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM