Malasía íbúarnir,
[Malaysia]


MALASÍA
ÍBÚARNIR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Íbúar  51% eru malajar, 36% kínverjar, 10% Indverjar.  Minnihlutahópar eru m.a. dajakar og ýmsir þjóðflokkar innfæddra, sem komu úr norðri (frá Kína) yfir landbrú.  Þessi landbrú hvarf við jarðskorpuhreyfingar (plötuskrið; tektóník).  Heildaríbúafjöldi er rúmlega 27 milljónir, 122 íbúar á km² í heildina.  Fjölgun er 2,5%.  Lífslíkur eru 75 ár.  Ólæsi er u.þ.b. 25%.

Trúarbrögð.  Ríkistrúin er islam.  50% íbúanna eru múslimar, minnihlutahópar hindúa, búddatrúar, kristninna og náttúrutrúar (m.a. framhaldslífs- og andatrú).

Tungumál.
 Ríkismálið er malæíska (Bahasa Malaysia).  Önnur aðalmál eru enska, kínverska og tamil, en auk þeirra eru töluð óteljandi mál innfæddra.

Útbreiðsla Bahasa Malaysia hefur verið mest á síðari öldum.  Á hámiðöldum töluðu aðeins nokkrar milljónir manna þetta tungumál, einkum fólk, sem bjó á ströndum Súmötru og Malakkaskagans.  Það breiddist út til nálægra eyja sem samgöngu- og viðskiptamál, því að malæjar voru kaupmenn og sjómenn góðir.

Að lokinni seinni heimsstyrjöldinni  stóðu Indónesar frammi fyrir því að velja sér ríkismál.  Öðrum íbúum ríkisins hefði fundizt lítið úr þeim gert, ef javaíska hefði orðið fyrir valinu, þótt 40 milljónir manna töluðu það.  Því varð Bahasa Malaysia fyrir valinu.  Fæstir Indónesar höfðu hana að móðurmáli en mjög margir töluðu hana sem annað tungumál.  Indónesar kalla tunguna Bahasa Indónesía, því að hún var að ýmsu leyti löguð að þörfum þeirra.  Javaíska er í rauninni afbrigði af eða mállýzka Bahasa Malasía.

Filipseyingar voru í sömu sporum og Indónesar í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.  Þeir völdu tagalog sem grunnmál, en það er skylt malæísku og er móðurmál fárra milljóna manna á Luzon.  Nýja tungan var kölluð filipíska.

Malæ er oft kölluð „ítalska Austurlanda” vegna fagurs hljóms, auðvelds framburðar og þess, hve auðvelt er að læra málið.  Framburðarhljómur tungunnar er einfaldur, þar sem hrynjandin er auðveld þeim, sem hafa önnur tungumál að móðurmáli.  það eru aðeins 5 grunnsérhljóðar a, e, i, o, u og miðtungusérhljóðinn öfugt e.  Hinn mikli fjöldi samhljóða, sem eru m.a. Japönum erfiðir eða ókleifir, kemur Evrópubúum ekki í opna skjöldu.

Malæ er samkvæmari sjálfri sér en ítalskan.  Þar er aðeins um að ræða atkvæði, sem byggjast á einum samhljóða og einum sérhljóða, s.s. Mata Hari (þýðir sól eða eftir orðanna hljóðan 'auga dagsins'), orang utan (skógarmaðurinn; Malæjar kalla hann mawas'= ófreskjuna).

Margir málfræðingar eru þeirrar skoðunar, að malæíska sé ofarlega, ef ekki efst, á lista yfir lifandi tungumál, sem koma til greina sem alheimstungur.  Þá byggja þeir ekki eingöngu á hljómfalli (hrynjandi) málsins, heldur því, að málfræði þess er afareinföld.  Nafnorð hafa engar endingar fyrir eintölu og fleirtölu eða kyn og föll.  Greinir er ekki til.  Lýsingarorð taka stigbreytingu með lebeh (meira) og sa-kali (mest), aldrei með hljóðvarpi eða hljóðskiptum.  Hvorki lýsingarorð né fornöfn eru fallbeygð.

Malæ er sem sagt einangrað mál án nokkurrar teljandi málfræði (líkt og kínverska, en án tónbreytinga framburðarins).  Ókosturinn fyrir þá, sem ekki kunna málið vel, er sá, að oft verður að geta sér til um merkingu setninga.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM