Aðalatvinnuvegur
Malasiu er landbúnaður.
Þrátt fyrir að einungis 13% landsins séu ræktanleg (75% eru
vaxin regnskógum), stendur hann undir fjórðungi brúttóþjóðarframleiðslunnar.
Malasia er sjálfri sér nóg með landbúnaðarafurðir og
flytur mikið út að auki.
Vegna loftslagsins er kvikfjárrækt erfið.
Því er höfuðáherzlan lögð á alifuglarækt.
Hrágúmmi er aðalútflutningsafurð landbúnaðarins.
Malaysia framleiðir u.þ.b. 40% alls hrágúmmís í heiminum.
Því næst kemur pálmaolía, kakó, krydd (einkum pipar frá
Sarawak) og grænmeti.
Útflutningur hitabeltistimburs hefur dregizt mjög saman á sl.
árum, mest vegna þrýstings um varðveizlu skóga í heiminum.
Japan er stærsti viðskiptavinur Malaysiu, svo Singapúr, Bandaríkin
og Evrópusambandslöndin.
Malasía
er rík af jarðefnum.
Fyrrum beindist aðalathyglin að tinnámi, sem nemur nú u.þ.b.
25% heimsframleiðslunnar.
Á seinni árum hefur dæling olíu af landgrunninu unnið sér
veigamikinn sess (einkum við norðurströnd Borneó).
Auk þessa er talsvert magn í jörðu af járni, báxíti, krómi,
kopar, títani, mangani, silfri og gulli.
Vinnsluiðnaður verður stöðugt mikilvægari.
Nú eru flest Jarðefni annaðhvort hálf- eða fullunnin áður
en þau eru flutt út.
Þessi starfsemi setur Malasiu þrepi ofar öðrum þróunarlöndum.
Malasía er þriðja ríkasta land Asíu á eftir Japan og Singapúr.
Stefnt er að því að auka stöðurleika efnahags- og atvinnulífs
með því að minnka vægi erlendrar aðildar að þjóðarauðnum úr
50% í 30%.
Landbúnaður:
Hrísgrjón, hrágúmmí, kókoshnetur, pálmakjarnar, sykurreir,
bananar, maniok (tapióka; rótarsafi til að þykkja með fljótandi
matvæli m.a.) og te.
Jarðefni:
Olía, gas, tin kopar, járn, títan, gull, báxít.
Iðnaður:
Hrágúmmívinnsla, olíuhreinsun, sögunarmyllur, bílaverksmiðjur
(Proton).
Innflutningur:
Vélar, elektrónískar vörur, farartæki, efnavörur, járn stál,
jarðolía, matvæli.
Útflutningur:
Pálmaolía, hrágúmmí, þurrkaðir kókoskjarnar (kopra), te
og tin.
Brúttóframleiðsla
29 milljarðar US $ árið 1988. |