Makedónía tölfræði hagtölur,
Flag of Macedonia, The Former Yugoslav Republic of


MAKEDÓNÍA
HAGTÖLUR
.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Landið heitir Republika Makedonija.  Það ríkir fjölflokka lýðveldi og þing, sem starfar í einni deild (120).  Æðsti maður ríkisins er forsetinn.  Forsætisráðherra er í fararbroddi ríkisstjórna.  Höfuðborg landsins er Skopje og opinbert tungumál er makedónska.  Opinber trúarbrögð eru engin.  Gjaldmiðillinn er denar.

Íbúafjöldinn 1998 var 2.023.000 (78,7 á km²; 58,7% í þéttbýli; 50,36% karlar). 

Aldursskipting:  Yngri en 15 ára, 24,8%; 15-29 ára, 24,1%; 30-44 ára, 22,3%; 45-59 ára, 15,8%; 60-74 ára, 10,6%; 75 ára og eldri, 2,4%.  Áætlaður íbúafjöldi 2010:  2.157.000.

Þjóðerni 1994:  Makedónar 66,5%, Albanar 22,9%, Tyrkir 4%, sígaunar 2%, serbar 2% og aðrir 2,6%.

Trúarbrögð 1995:  Makedónísk (grísk-) rétttrúaðir 54,2%, súnní múslimar 30% og önnur trúarbrögð 15,8%.

Helztu borgir 1994:  Skopje, Bitola, Prilep, Kumanovo og Tetovo.

Fæðingartíðni á 1000 íbúa 1995:  14,9 (heimsmeðaltal 25; í hjónabandi 91,5%).

Dánartíðni á 1000 íbúa 1995:  7,6 (heimsmeðaltal 9,3). 

Náttúruleg fjölgun á 1000 íbúa 1995:  7,3.  Fjöldi barna miðuð við kynþroska konur 1995:  2.

Hjónabandstíðni miðuð við 1000 íbúa 1994:  7,6.

Lífslíkur frá fæðingu á 1000 íbúa 1995:  Karlar 68,8 ár, konur 75 ár.

Helztu dánarorsakir miðaðar við 100.000 íbúa 1993:  Hjarta- og æðasjúkdómar 385,8; slys, ofbeldi og eitrun 35,3; öndunarsjúkdómar 34,5; meltingarsjúkdómar 14,8.

Efnahagsmál.  Fjárlög, tekjur 1995: US$ 1,2 milljarðar (tryggingargjöld 32.6%, neyzluskattar 19,1%, tekjuskattur 17,3% og virðisaukaskattur 12,3%).  Gjöld:  US$ 1,25 milljarðar (ellilífeyrir 24,1%, laun 22,7%, heilbrigðismál 13,3%).

Ferðaþjónusta 1994:  Tekjur US$ 21 milljón.  Gjöld:  US$ 23 milljónir.

Vinnuafl 1995:  30,8%.  Atvinnuleysi 1994: 32%.

Brúttóþjóðarframleiðsla 1996:  US$ 2 milljarðar.  Erlendar skuldir:  US$ 863 milljónir.

Landnýting 1994:  Skógar 38,9%, engi og beitilönd 24,7%, ræktað land 25,7%, annað 10,7%.

Meðalfjölskyldustærð 1994: 3,8.  Tekjur á meðalfjölskyldu 1.223.- US$.

Innflutningur 1995:  US$ 1,439 milljarðar (vélar og samgöngutæki 19%, matvæli 17%, iðnvörur 16%, efnavörur 12%, olíuvörur 12%).  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland 15%, Rússland 8%, Búlgaría 7%, Bretland 5%, Albanía 4%.

Útflutningur 1995:  US$ 1,2 milljarðar (iðnvörur 35%, vélar og samgöngutæki 13%, matvæli 11%, hráefni 8%, efnavörur 6%).  Helztu viðskiptalönd:  Þýzkaland 13%, Bretland 7%, Ítalía 5%, Rússland 4%.

Samgöngur.  Járnbrautir 1994:  922 km (farþegakm. 41,7 millj.; tonnakm. 103,5 millj.)  Vegakerfið 1994:  8422 km, þar af 62% með slitlagi.  Farartæki 1994:  fólksbílar 263.181, vörubílar og rútur 22.825.  Flugvellir með áætlunarflugi voru 2 árið 1997.

Heilbrigðismál.  Árið 1994 var einn læknir á hverja 437 íbúa og eitt sjúkrarúm á hverja 195.  Barnadauði miðaður við 1000 íbúa = 27,3.

Hermál 1997.  15.400 í landhernum.  Kosnaður vegna hermála var 3,3% af brúttóþjóarframleiðslu (heimsmeðaltal 2,8%) eða að meðaltali US$ 30.- á mann.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM