Liechtenstein sagan,
Lichtenstein Flag


LIECHTENSTEIN
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Nútímasaga Liechtenstein nær aftur til árisins 1719, þegar landið fékk nafn sitt og Liechtenstein-ættin komst til valda við sameiningu Schellenberg og Vaduz.  Á 18. og 19. öld var landið sjálfstætt konungsríki í hinu heilaga, rómverska keisaradæmi og efnahagslega tengt Habsborgurum í Austurríki.  Þegar því einveldi lauk eftir fyrri heimsstyrjöldina, mynduðust núverandi tengsl við Sviss.  Franz Josef II, prins, sem varð konungur, lét syni sínum, Hans Adam, krónprinsi, eftir framkvæmdavaldið árið 1984 og vék að fullu úr stóli fimm árum síðar.  Sama ár voru samþykkt lög, sem veittu konum kosningarétt í almennum kosningum.  Liechtenstein gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1990 og Evrópska fríverzlunarsambandinu (EFTA) í september 1991.  Í desember 1992 fékk landið aðild að ESB.  Kosningarnar í október 1993 leiddu til myndunar samsteypustjórnar undir forsæti Föðurlandsvina.  Mario Frick varð forsætisráðherra.

Í desember sama ár var atvinnuleysi 1,3%, sem var há tala fyrir landið.  Aðildin að ESB var samþykkt á þingi landsins, þótt Sviss, sem Liechtenstein var í tollabandalagi við, lýsti andstöðu við þá aðgerð.  Til stóð að undirrita samninga um aðildina sama ár.  Í setningarræðu sinni á þingi í febrúar 1994 lýsti Hans Adam, prins, því yfir, að hann og afkomendur hans myndu afsala sér konungsdæmi, nema áframhaldandi seta þeirra nyti stuðnings íbúanna.  Hann lagði til breytingu á stjórnarskránni, sem gerði þegnunum kleift að lýsa sjónarmiðum sínum í kosningum um þetta mál, annaðhvort að lýsa stuðningi eða afnám konungsdæmisins.  Í nóvember sama ár afþakkaði Hans 250.000.- franka greiðslu.  Aðildin að ESB var samþykkt í kosningum í apríl 1995.  Stjórnarflokkarnir héldu velli í almennum kosningum í janúar og febrúar 1197.  Þessi stjórn féll í marz eftir sama stjórnarmunstur síða 1938.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM