Dvína Lettland Hvíta Rússland,
Flag of Latvia


DVÍNA
LETTLAND

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Dvína er stćrst á Lettlands og Norđur-Hvíta-Rússlands.  Hún kemur upp í Valdai-hćđum og rennur 1020 km í stórum boga til suđurs og suđvesturs um Rússland og Hvíta-Rússland, ţar sem hún sveigir til norđvesturs áđur en hún rennur í gegnum Lettland.  Hún fellur út í Rigaflóa viđ Eystrasalt.  Međal ţveráa hennar eru Mezha, Kasplya, Ula og Dzisna, Toropa, Drysa, Aiviekste og Ogre.  Vatnasvíđ árinnar er u.ţ.b. 88 ţúsund ferkílómetrar.  Stćrsti hluti vatnasviđsins er í 100-200 m hćđ yfir sjó og áin liđast um hćđótta sléttu međ fjölda mýra og skógarsvćđa.  Í árlćgđinni eru rúmlega 5000 stöđuvötn, sem flest eru smá.  Međal hinna stćrstu eru Rezna og Lubana í Lettlandi, Zhizhitsa viđ efri hluta árinnar, Osveya og Drysvyaty um miđhlutann viđ landamćri Hvíta-Rússlands og Lettlands og Lukoml allra syđst.  Í árlćgđinni er loftslag rakt međ heitum sumrum og mildum vetrum.

Vatnsbúskapur Dvínu byggist ađ verulegu leyti á leysingavatni, ţannig ađ áin vex mjög á vorin líkt og ađrar ár á sléttum Austur-Evrópu.  Mikil úrkoma veldur stundum stórflóđum.  Vorflóđin geta veriđ skćđ og vatnsborđiđ getur hćkkađ um 6-11 metra á ýmsum stöđum.  Međalrennsli Dvínu er u.ţ.b. 700 mł/sek.  Efsti hluti árinnar frýs í lok nóvember eđa byrjun desember og síđar um miđpartinn.  Leysingar hefjast í lok marz viđ ósana og um miđjan apríl viđ efri hluta árinnar.

Dvína hefur veriđ mikilvćg samgönguleiđ frá örófi alda.  Leiđirnar milli hennar og Dnjepr, Volgu og Volkhov-ánna eru víđa greiđar og ţar lágu mestu verzlunarleiđirnar milli Eystrasaltslanda og Bysans og arabalanda.  Í upphafi 19. aldar var Dvína tengd skurđum um ţverána Ula viđ Byarezina-ána og áfram til Dnjepr.  Ţessi leiđ var tćpast notuđ til annars en ađ fleyta trjábolum.  Ţveráin Drysa er tengd Sebezha-vatni og lítill skurđur tengir Dvínu viđ Gavya-ána.

Áin var fyrst rannsökuđ áriđ 1701, ţegar Pétur I, keisari, fyrirskipađi könnun hennar frá upphafi til borgarinnar Polotsk (nú Polatsk í Hvíta-Rússlandi).  Árin 1790-91 var gert nákvćmt kort af ánni milli Vitebsk (nú Vitsyebsk í Hvíta-Rússlandi) til Riga og ţađ gefiđ út.  Helztu hindranir í ánni fyrrum voru flúđir en á 20. öldinni var áin stífluđ víđa og fleiri hindranir bćttust viđ.  Helztu flutningar á ánni eru timbur, byggingarefni og korn.  Hafskip sigla inn í ósa árinnar til Riga, 15 km frá ströndinni.  Vatnsaflstöđvar hafa veriđ byggđ viđ Kegums, Plavinas og Riga.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM