Laos sagan,
Flag of Laos


LAOS
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Laos, Plain of Jars stock photo at alamy image 92524275-4599-43A4-AF9C-87335B5D5B38Laoþjóðflokkurinn bjó upprunalega í suðurkínverska héraðinu Yünnan.  Það flúði niður eftir Mekongfljóti undan mongólskum landvinningaherjum Kublai Khan á 12. og 13. öld.  Árið 1353 stofnaði laóíski prinsinn, Fa Ngoum, eitt hinna sjálfstæðu konungsríkja Kambódíu, Lane Sang (Lanchang = Land hinna miljón fíla), í Luang Prabang og tók upp menningu khmeranna og Buddhatrú.  Frá 1373 til 1548 juku eftirmenn hans veldi ríkisins og innrásar-herir frá Burma neyddu Laosmenn til að flytja stjórnsetur sitt suður til Vientiane.

Á 17. öld var Laos skipt í þrjú konungsríki, sem kepptu sín á milli:  Luang Prabang (í norðri; undir áhrifum Ayuthia í Síam), Vientiane (miðríkið; lén Víetnama) og Champassak (í suðri), sem Kambódía réði.  Á 18. og 19. öld féll allt landsvæði Laos Víetnömum og Síam í hendur og á árunum 1883-85 kom til blóðugra landamæradeilna milli þeirra ríkja.

Árið 1893 varð Laos að verndarsvæði Frakka, sem gerðu það að hluta Franska Indókína ásamt Víetnam og Kambódíu.  Laos var frönsk nýlenda fram að hernámi Japana í seinni heimsstyrjöld, þrátt fyrir margar vopnaðar upp-reisnir gegn Frökkum fram að því.  Eftir styrjöldina og brottför Japana lýstu þjóðernissinnar (Lao Issara; Frjálst Laos) yfir sjálfstæði landsins 12. oktober 1945, en Frakkar lögðu landið aftur undir sig.  Vegna mikillar þjóðernis-vakningar og pólitísks þrýstings urðu Frakkar að veita Laos heimastjórn 19. júlí 1949 og við tók þingbundið einræði undir Sisavang Vong (konungur til 1959).  Eftir algeran ósigur Frakka fyrir Víetnömum við Dien Bien Phu ákvað ráðstefnan um Indókína í Genf 21. júlí 1954, að Laos yrði sjálfstætt ríki.  Árið 1955 varð Laos aðili að UNO.

Hinn vinstrisinnaði flokkur þjóðernissinna, Pathet Lao, vann sér stöðugt meira fylgi með aðstoð víetnamskra kommúnista.  Bandaríkin hófu stuðning við hægri öflin, þegar ljóst varð að Pathet Lao gat unnið nokkur þingsæti í kosningunum árið 1958.  Borgarastyrjöld kom í kjölfarið.  Hlutlaus öfl ásamt Pathet Lao náðu undir sig fjöllunum í norðri og hásléttunum.  Á Laos-ráð-stefnunni í Genf árin 1961-62 var Laos lýst sjálfstætt ríki hinn 23. júlí 1962.  Kveðið var á um brottflutnging allra erlendra stríðsaðila og lok borgarastríðsins.  Tilraun til að mynda ríkisstjórn allra hinna stríðandi afla mistókst.  Pathet Lao kommúnistar náðu tveimur þriðju hlutum landsins undir sig.  Á árunum 1963 til 1970 urðu sífellt blóðugir bardagar, einkum á leirsléttunum við Jarresána.

Hið fátæka og vanþróaða ríki, Laos, fékk miklu meiri umfjöllun í heimspressunni en efni stóðu til vegna stuðnings Bandaríkjanna og Tælands við konung Laos, Savang Vatthana (frá 1959) og stuðnings Norður-Víetnama við skoðanabræður sína í Pathet Lao.  Landið flæktist í Víetnamstríðið vegna áhrifa Norður-Víetnama í norðurhluta þess, þar sem hluti „Ho-Chi-Minh-leiðarinnar” lá.  Almennir borgarar landsins liðu þjáningar og dauða vegna stöðugra árása Suður-Víetnama og Bandaríkjamanna, bæði á láði og í lofti.  Vopnahléssamingar stóðu til ársins 1973, þegar loks tókst að slíðra sverðin.  Pathet Lao kom á fót ríkisstjórn þjóðarinnar undir Souvanna Vong prins.  Eftir að Bandaríkjamenn voru horfnir frá Víetnam var konungsdæmið aflagt hinn 2. desember 1975.  Souvanna Vong sagði af sér og tilkynnti stofnun alþýðulýð-veldis.  Souvanna varð forseti landsins og formaður æðstaráðsins.  Phomvihan Kaysone, formaður miðstjórnar byltingarflokks Laos, varð forsætisráðherra.  Alræði öreiganna á grunni kenninga Marx og Lenins olli gífurlegum flóttamannastraumi til Tælands.  Árið 1984 flúðu u.þ.b. 20.000 ungir Laosbúar yfir Mekong til Tælands.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM