Laos hátíđadagatal,
Flag of Laos


LAOS
HÁTÍĐADAGATAL

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Laotar hafa um aldir haldiđ fjölda hátíđa, sem flestar tengjast Búddatrú, ár hvert og ţeim er rađađ eftir tungldagatalinu, ţannig ađ ţćr ber ekki upp á sama dag samkvćmt okkar tímareikningi.

Hátíđir og tyllidagar, sem tengjast nýlegri sögu landsins og stjórnmálum ţess, ber upp á sömu daga á hverju ári.

Ţegar borgarastyrjöldinni lauk og ríkisstjórnin hafđi lagt fram efnahagsáćtlanir sínar, afnam hún allar hátíđir nema ţjóđhátíđardaginn 2. desember.  Gömlu hátíđirnar eru engu ađ síđur haldnar, en ţćr fara nú fram um helgar.  Ríkiđ leggur hart ađ fólki ađ sýna sparnađ og reynir ađ koma í veg fyrir bruđl, sem fylgir ţessum hátíđum.

Fastir hátíđisdagar:

Baráttudagur ţjóđarflokksins (Neo Lao Haksat; 6. jan.).  Frelsunardagur ţjóđarinnar, helgađur hernum (20. jan.). Alţjóđlegi kvennadagurinn (8. marz). Dagur byltingarflokks ţjóđarinnar (22. marz).  Alţjóđadagur verkalýđsins (1. maí).  Barnadagurinn (1. júní).  Dagur frjáls Laos (13. ágúst; stofndagur hreyfingarinnar 'Lao Issara', Frjálst Laos, áriđ 1945).  Uppreisnardagurinn (23. ágúst; helgađur uppreisninni til frelsunar Vientiane áriđ 1975).  Sjálfstćđisdagurinn (12. okt.; helgađur sjálfstćđisyfirlýsingunni áriđ 1945).  Ţjóđhátíđar-dagurinn (2. des.; helgađur stofnun alţýđulýđveldisins áriđ 1975).

Breytilegir hátíđisdagar: 
Febrúar:  Wat-Phu-hátíđin viđ gömlu pagóduna Wat Phu í grennd viđ Champassak í suđurhluta landsins.  Makha Buja-hátíđin, haldin í pagódum landsins til minningar fyrstu predikun Buddha.

Apríl:  Nýárshátíđ Laos (vatnshátíđ);  Buddhalíkneski eru vćtt vígđu vatni og fólkiđ eys vatni hvert yfir annađ á götum úti.  Baci-hátíđin; fólk bregđur bađmullarbandi um úlnliđi ćttingja og vina til ađ óska ţeim góđrar heilsu, efnalegra gćđa og langlífis.

Maí:  Visakha Buja er mikilvćgasta Buddhahátíđin til minningar um fćđingu Buddha, upplýsingu hans og nirvana; kertagöngur á kvöldin réttsćlis í kringum musterin.  Boung Bang Fai er hefđbundin flugeldahátíđ fyrir upphaf regntímans til ađ stuđla ađ sem mestri úrkomu; mikiđ dansađ og spilađ.

Júlí:  Boun Khao Watsa markar upphaf föstu Buddhamanna; heittrúađir lifa fábrotnu lífi og munkar helga sig hugleiđslu.

Oktober:  Boun Ok Watsa er föstulok međ morgunhátíđum viđ must-erin, ţar sem munkunum eru fćrđar matargjafir; á kvöldin er kveikt á lömpum viđ húsin, fólk tekur ţátt í ljósagöngum og lćtur litla báta úr bananablöđum međ blómum og kertum fljóta á vötum og ám.  Boun Xuan Heua; kappróđrar-hátíđ daginn eftir föstulok.

Nóvember:  That-Luang-hátíđin; pílagrímar streyma til ţjóđarhelgidómsins í Vientiane; mikiđ fjör á mörkuđum, ýmiss konar sýningar (m.a. erlendra sendiráđa).

Auk framangreindra hátíđahalda eru ýmsar svćđisbundnar hátíđir haldnar (boun).  Fjallafólkiđ heldur sínar eigin trúar- og ţjóđhátíđir.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM