Laos formsatriði,
Flag of Laos


LAOS
FORMSATRIÐI

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Ferðapappírar Allir erlendir gestir þurfa að hafa gilt vegabréf og áritun frá einhverju sendiráða Laos.  Einstaklingar, sem vilja ferðast um landið á eigin spýtur, fá sjaldnast áritun, en komi þeir í viðskiptaerindum horfir öðru vísi við.  Ferða-skrifstofur, sem hafa samband við LTO fá áritanir fyrir ferðahópa, en einungis til Vientiane og með undantekningum til Luang Phrabang (með flugi).

Allar ferðir útlendinga, líka sendimanna erlendra ríkja, um aðra hluta landsins eru bannaðar.  Ferðamannaáritanir gilda venjulega í 15 daga.

Fólki er stranglega ráðlagt, að fljúga ekki til Vientiane án vegabréfsáritunar.  Þar eru engar áritanir látnar í té og fólki er umsvifalaust vísað úr landi.

Tollur
Engar sýnilegar reglur eru í gildi um inn- og útflutning erlendra ferðamanna.  Það er þó hægt að ganga út frá því vísu, að ferðamenn megi flytja með sér persónulega muni en það er ráðlegt, að hafa með sér skriflegar staðfestingar fyrir eign sinni á myndavélum, útvörpum og öðrum tækjum.  Tollskoðun er mjög nákvæm og hranaleg.  Ferðamenn ættu alltaf að hafa alla opinbera pappíra, sem þeir fá í hendur, innan seilingar til að geta sýnt þá, ef krafizt er.  Það er hér um bil ómögulegt að fá leyfi til að flytja með sér bíla eða koma akandi til landsins og ætla að fá að aka þar um.

Gjaldeyrir Gjaldmiðill landsins er:  1 kip = 100 at.  Seðlar:  1, 5, 10, 20 og 50 kip og myntir (allar kringlóttar):  10, 20 og 50 at.  Útlendingar verða að greiða alla þjónustu með Bandaríkjadölum. Ferðatékkar eru teknir sem greiðsla í bönkum, stóru hótelunum og hjá ríkisflugfélaginu gegn 1% gjaldi.

Venjulega eru ferðamenn ekki krafðir um upplýsingar um upphæðir erlends gjaldeyris, sem þeir hafa meðferðis.

Kreditkort eru ekki notuð í Laos.

Umferðarreglur Hægri akstur.  Hámarkshraði í þéttbýli er 30 km/klst en á öðrum vegum landsins eru engar hraðatakmarkanir, enda tæpast þörf á þeim vegna lélegs ástands vega.

Tungumál Móðurmál Laota er lao, sem er skylt tælenzku.  Menntaðir Laotar og embættismenn nota frönsku sem annað tungumál.  Enska er lítið útbreidd.  Fjallafólkið talar sínar eigin mállýzkur.

Tími Klukkunni er ekki breytt miðað við árstíðir í Laos.  Íslenzkur tími + 8.

Mál og vog.  Opinberlega er metrakerfið í gildi.

Rafmagn 220 volta riðstraumur, 50 hertz.  Ístungur eru franskar eða bandarískar.  Það er ekki hægt að fá millistykki í Laos, þannig að þau verða að vera með í farteski gesta.

Póstur og sími.  Flugpóstur kostar venjulega 600 at.  Engir póstkassar.  Bréf og aðrar póstsendingar verða að fara um pósthúsin.  Póstsamgöngur við umheiminn eru óreglulegar og hægar.  Þriggja mínútna símtal við Mið-Evrópu kostar 30 US$.

Lögboðnir frídagar
2. desember.  Sjá hátíðadagatal. 

Viðskiptatímar
Opinberar stofnanir:  Mánud. - föstud. kl. 08:00-12:00 og 14:00-17:00.
Bankar:  Mánud. - föstud. kl. 08:00-10:30 og 14:00-15:30.
Verzlanir, markaðir og gististaðir:  08:00 til sólarlags.
Morgunverðarstofur:  frá 07:00.
Veitingahús og barir loka kl. 23:00.

Fatnaður Léttur hitabeltisklæðnaður allt árið.  Gott er að hafa handbæran hlýrri klæðnað fyrir nóttina frá nóvember til janúar og uppi í fjöllum allt árið.

Heilbrigðiusmál. 
Það er nauðsynlegt að láta bólusetja sig gegn kóleru og taka inn malaríupillur. Enginn skyldi drekka ósoðið vatn eða borða illa soðinn mat og hýðislausa ávexti og grænmeti!

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM