Laos samgöngur ferðaleiðir,
Flag of Laos


LAOS
FERÐALEIÐIR og SAMGÖNGUR

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Aðkomuleiðir
Yfirvöld í Laos leggja mikla áherzlu á, að ferðamenn komi einungis fljúgandi til landsins.  Það er hægt að fljúga oft í viku til Vattayflugvallar viðVientiane með ríkisflugfélaginu Lao Aviation frá Bangkok, Hanoi, Rangun og Moskvu.

Járnbrautir og rútur
Það eru engar járnbrautir í Laos.  Það þarf sérstakt leyfi til að koma landleiðina til Laos.  Hafi fólk slíkt leyfi, er bezt að ferðast með næturlestinni, sem ekur einu sinni á dag milli Bangkok og landamærabæjarins Nong Khai.  Loftkældar rútur aka þessa leið líka oft á dag, en þær bila oft á lélegum vegunum.

Í Nong Khai ekur fólk í véldrifnum þríhjólavögnum að landamærastöðinni milli Tælands og Laos við Mekong (opin daglega kl. 08:30-11:30 og 14:00-16:30), þaðan sem siglt er með ferju til Tha Deua Laos megin og að loknum formsatriðum er ekið með leigubíl til Vientiane (30 km).

Það er nauðsynlegt að vera með nóg af tælenzkum, laoskum eða bandarískum  smápeningum á sér til að greiða ýmis gjöld á landamærum beggja landa og fyrir flutningi, sem verður að prútta um áður en haldið er af stað.


Ferðir innanlands
Möguleikar ferðamanna til ferðalaga innanlands eru mjög takmarkaðir.  Eiginlega er ekki hægt að komast út úr höfuðborginni.  Af og til bjóðast þó möguleikar til að komast til gömlu konugaborgarinnar Luang Phrabang í skipulögðum hópferðum með flugi.  Opinberir gestir og útlendingar, sem búa í Laos, mega ekki fara út fyrir borgarmörkin nema í fylgd opinberra embættis-manna.

Ferðafrelsi borgara landsins er líka mjög skert.  Þeir verða að afla sér sérstakra ferðaleyfa til að fara út fyrir heimabyggðir sínar.

Ríkisflugfélagið Lao Aviation flýgur reglulega milli Vientiane og Luang Phrabang, auk Thakhek, Savannakhet og Paksé.

Stórar rútur aka milli Vientiane og Luang Phrabang og annarra borga í norður- og suðurhlutum landsins.  Það er undir því komið hvort vegirnir eru færir eða ekki, hvernig samgöngum við aðra staði er háttað hverju sinni.

Farþegabátar sigla um takmarkaða hluta Mekongfljótsins.  Það eru engar járnbrautir í landinu
.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM