Kuba Havana La Floridita,
Flag of Cuba


LA FLORIDITA
HAVANA - KÚBA

Ernest Hemingway
.

.

Utanríkisrnt.

Árið 1932 stundaði bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway sverðfiskveiðar á bátnum Anita fyrir norðurstönd Kúbu.  Sama ár kom hann sér fyrir á hótelinu Ambos Mundos við Obispogötu númer 153.  Þaðan naut hann góðs útsýnis yfir borgina og flóann.  Þarna naut hann hafgolunnar og varð vel ágengt við ritstörfin og hóf ritun lokaútgáfu skáldsögunnar „Hverjum klukkan slær”.

La Floridita er í 200 metra göngufæri frá Ambos Mundos.  Þessi krá á heimsfrægð sína Hemingway að þakka vegna þess, að hann gerðist fastagestur þar um tíma.  Hann bjó .

Morgun einn var Hemingway á göngu á Obispogötu, sem er einhver fjölfarnasta gata í Havana.  Þegar hann kom að horni hennar og Monserrategötu, gat hann ekki staðizt töfra La Floridita og harðviðarinnréttingar staðarins.  Opnar dyrnar seiddu hann inn.


Samkvæmt frásögn Antonio Meilán, frænda eiginkonu Contante, sem á heiðurinn af uppskriftinni „Daiquiri Floridita”, kom Hemingway inn til að nota klósettið.  Hann fór að forvitnast um drykkinn, sem allir voru að drekka, smakkaði hann og sagði:  „Þetta er gott, en ég vil fá hann sykurlausan með tvöföldu rommi”.  Constante blandaði drykkinn að ósk hans og sagði, þegar hann rétti honum glasið:  „Gjörðu svo vel Papa”.  Þannig fékk drykkurinn nafðið „Papa Hemingway”.  Síðar var greipsafa bætt við og drykkurinn kallaður „Hemingway Special".  Mörgum finnst hann betri en Daiquiri eða Mojito.

Upp frá þessum fyrstu kynnum varð Hemingway fastagestur La Floridita.  Hann birtist flesta morgna um tíuleytið og settist alltaf á sama stað í barhorninu.  Hann bað bílstjórann sinn að kaupa dagblaðið í Plaza hótelinu (100 metra frá Floritida).  Hann mælti með barnum við alla vini sína, sem komu í heimsókn, og bauð þeim á barinn.  Meðal gesta hans voru hertoginn af Windsor, Gene Tunney, Jean-Paul Sartre, Cary Cooper, Luis Miguel Dominguin, Ava Gardner, Tennessee Williams og Spenser Tracy.

Sæti hans í La Floridita er girt af með keðju og á veggnum ofan þess er brjóstmynd hans úr bronsi, sem var gerð í tilefni Nóbelsverðlaunanna, sem hann fékk árið 1954.


The Floridita became also an experience that he offered to his friends who passed in the island. He brought, among others, the Duke of Windsor, Gene Tunney, Jean-Paul Sartre, Gary Cooper, Luis Miguel Dominguin, Ava Gardner, Tennessee Williams, Spencer Tracy.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM