Limón Kostaríka,
Flag of Costa Rica


LIMÓN
KOSTARÍKA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

LimónLimón, einnig nefnd Puerto Limón, er höfuðstaður samnefnds héraðs á mýrlendri Karíbaströndinni.  Hún er aðalhafnarborg landsins og samgöngumiðstöð Norðurjárnbrautanna til San José.  Mikið er flutt út af banönum, kaffi, kakói og kókoshnetum.  Meðal áhugaverðra staða í borginni eru Dómkirkjan, stór útimarkaður og Vargasgarðurinn.  Góðar baðstrendur eru í grennd við borgina.  Borgin var byggð 1871, þar sem stóð áður indíánaþorpið Cariari, sem Kristófer Kólumbus heimsótti árið 1502.  Eftir lagningu járnbrautanna 1890, óx borgin og dafnaði.  Áætlaður íbúafjöldi árið 1991 var tæplega 70 þúsund.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM