Karíbahaf St Vincent Union Island,
Flag of Saint Vincent and the Grenadines

Booking.com


UNION ISLAND
St VINCENT

.

.

Utanríkisrnt.

Unioneyja er 7 km² og íbúafjöldinn er 2000.  Hún er fjöllótt og fögur og vinsæll ferðamannastaður.

Reglulegar flugsamgöngur milli Union Island og St. Vincent, Canouan, Mustique og Carriacou.  Ferjur sigla oft í viku milli Union Island og St. Vincent, Bequia, Mustique, Canouan og Carriacou auk þess er hægt að leigja báta til nærliggjandi eyja.

Aðalbærinn er Clifton á suðurströndinni.  Þar er skjólsæl bátahöfn og ofan bæjar er Virkis-hæð (122m).  Fyrir austurströndinni er smáeyjan Red Island.  Ashton er líka á suðurströndinni.  Þar er góð bátahöfn og úti fyrir er stórt kóralrif, sem virkar sem brimbrjótur og gerir köfun mjög þægi-lega og athyglisverða í lóninu innan við.  Vestan við höfnina er Mount Taboi (305m), eitt hæsta fjall Grenadineeyja.  Austan við það teygist hin frábæra baðströnd Chatham Bay allt að Mount Olympus (194m).  Baðstrendurnar við Bloody Bay á norðvesturströndinni og  Richmond Bay á norðurströndinni eru mjög eftirsóttar.

*Palm Island (Prune Island) er 2 km suðaustan Clifton.  Caldwellhjónin, sem hafa mikinn áhuga á siglingum, hafa byggt þar upp orlofssvæði með útbúnaði til alls konar vatnaíþrótta, einkaflugvelli og athyglisverðum garði.

Petit St. Vincent er rétt við mörkin á milli Grenada og St. Vincent & Grenadineeyja.  Þetta er paradísareyja í einkaeign og einkum sótt af ríka og fræga fólkinu.
*Mayreau er 3 km norðar.  Enn þá ein paradísareyjan, sem siglingafólk heimsækir gjarnan. 

**Tobago Cays
eru sælueyjar 7 km norðaustar.  Þetta eru margar smákóraleyjar og sker, sem mynda skeifu á móti ágjöf Atlantshafsins.  Geysilegur fjöldi ferðamanna kemur þangað á háferðatímanum og nýtur pálmum girtra baðstranda og köfunar.
Jamesby Island er vinsæl meðal siglingarfólks.  Góðar baðstrendur.

Varnaðarorð:  Siglingafólk þarf að vera vel á verði á Karíbahafi.  Sjórán hafa færzt í vöxt.  Reynt fólk forðast því að leggja skútum sínum og snekkjum aleitt í afskekktum víkum og felur farartæki sín í vörzlu viðurkenndra vaktmanna.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM