Mustique
er 6 km² og íbúafjöldinn er 500.
Hún er 25 km sunnan St. Vincent.
Síðan 1959 hefur hún verið í eigu skozka milljónamæringsins
Colin Tennant og er eftirsóttur sumardvalarstaður ríka og fræga fólksins. Þar eiga m.a. bústaði Margrét prinsessa (Villa „Les Jolies Eaux") og Mick
Jagger.
Nýverið hefur eyjan verið opnuð ferðamönnum með minni
buddur. Þeir, sem koma með snekkjum sækja einkum Basil's barinn á
Cotton House hótelinu og Charlie's Guesthouse.
Boðnar eru orlofsíbúðir með allri þjónustu gegn háu verði.
Reglulegar
flugsamgöngur milli Mustique og St. Vincent, Canouan, Union Island
Carriacou og Martinique. Ferjur
sigla oft í viku milli Mustique og St. Vincent, Bequia, Carriacou og
Union Island.
Aðalþorpin
á eyjunni eru Lovell's Village og Dover's Village á vesturströndinni.
Alls staðar með ströndum fram eru frábærar baðstrendur í
skjólsælum víkum og úti fyrir eru kóralrif og smá-eyjar.
Úti
fyrir norðurströndinni liggur flak franska skemmtiferðaskipsins
Antilles. Það strandaði
á kóralskeri í janúar 1971 og brann.
Eyjarskeggjar björguðu bæði áhöfn og farþegum.
*Petit
Mustique
er 107 m há smáeyja 2 km sunnan Mustique.
Hún er vinsæl meðal siglingafólks.
Savan
Islands
eru kyrrlátar smáeyjar girtar kóralskerjum 8 km sunnan Mustique.
Baliceaux
Island og Battowia Island
eru draumaeyjar 7 km norðan Mustique.
Þangað sækir fjöldi ferðamanna, bæði siglingafólk og aðrir. |