Kingstown
liggur í 0-182 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er 35.000. Hún
var stofnuð í upphafi 19. aldar við fallegan samnefndan flóa á suðvesturhluta
eyjarinnar. Þar er eina
hafskipahöfn dvergríkisins. Um
hana fer allur útflutningur frá St.Vincent og Grenadineeyjum.
Eftir að hafnargerðinni lauk árið 1964 hófst bygging iðnfyrirtækja,
sem framleiða m.a. stekju úr örvarót og baðmull fyrir
Bandaríkjamarkað.
Í Kingstown er almenningsbókasafn og kennaraháskóli. Borgin
en tengd öllum mikilvægustu þorpum og byggðarlögum á eyjunni með
strandvegum auk þess er haldið uppi reglulegum skipaferðum milli
hennar og Grenadine-eyja og um alþjóðaflugvöllinn Arnos Vale eru
tengslin við umheiminn í lofti.
Kirkja
hl. Georgs
(ensk biskupakirkja) er aðalkennimerki borgarinnar. Byggingu henna lauk árið 1820.
Hún er í síðgeorgískum stíl.
Steindar rúður í kirkjuskipinu eru athyglisverðar.
Kirkja
hl. Maríu (rómversk-katólsk) var upphaflega byggð árið 1823 en stækkuð og
breytt á síðasta fjórðungi 19. aldar og á fimmta áratugnum.
Byggingarstíllinn er blanda af rómönskum, gotneskum, barok- og
endurreisnarstíl. Hún er
mikið skreytt að innan.
*Lystigarðurinn
er heimsóknar virði. Hann
var gerður árið 1765 og er þar með hinn elzti sinnar tegundar í
Vesturheimi. Þar er m.a. að
finna brauðaldintré, sem Bligh skipstjóri kom með á Bounty frá
Haiti og gróðursetti árið 1787.
Forngripasafnið
er líka í lystigarðinum og á líka athygli skilda.
Þar er að finna m.a. steinverkfæri, leirmuni og fleiri
menningarminjar frumbyggja eyjarinnar.
Charlotte-virkið
(1806) var skírt eftir drottningu Georgs III.
Þaðan er frábært útsýni yfir borgina.
Bretar sátu þar til 1873.
St.Vincentsafnið er í húsi, þar sem fyrrum bjó
landbúnaðarráðunautur krúnunnar.
Þar er að finna sögusafn hinna svörut karíba.
Markaðurinn
er sérstaklega líflegur og áhugaverður á laugardagsmorgnum.
Heimilisiðnaðarmiðstöðin
er aðeins utan miðbæjarins. Þar
er að finna fjölbreytt úrval alls kyns listmuna, sem eru til sölu,
s.s. skrítnar vesturindískar dúkkur, tréskurður, listavelfléttaðir
stráhattar, batík og vefnaðarvörur úr Sea-Islandbaðmull. |