Canouan
er 8 km² og íbúafjöldi er 700.
Skammt er síðan eyjan varð að vinsælum ferðamannastað og
Canouan Beach hótelið er talið meðal hinna allrabeztu við Karíbahafið.
Reglulegar
flugsamgöngur milli Canouan og St. Vincent, Union Island, Mustique og
Carriacou. Ferjur sigla oft
í viku milli Canouan og St. Vincent, Bequia, Mustique, Union Island og
Carricou. Hægt er að
leigja báta til ferða til annarra nærliggjandi eyja.
Meðal
fallegra og skoðunarverðra staða á eyjunni eru: Charlestown Bay, New Bay og Rameau Bay á
vesturströndinni, Hyambook Bay og Maho Bay á norðurströndinni og
Carenage Bay á austurströndinni.
Billy Hole og Cloey Hole á norðurströndinni eru ægifögur svæði. |