Bequia
er 18 km² og íbúafjöldinn er nál. 4.000.
Eyjan liggur 15 km sunnan St. Vincent og er önnur stærst
Grenadineeyja. Þessa fögru
eyju heimsækja einkum sæfarar á snekkjum sínum og frá marz til júni
er þar útgerð hvalfangara. Ferðaþjónusta,
fiskveiðar og bátasmíði eru aðalatvinnugreinarnar.
Samgöngur
á sjó eru á milli Bequia og Kingstown (St. Vincent), Carriacou,
Mustique og Unioneyjar.
Port
Elizabeth
er höfuðstaður eyjarinnar við Admiralty Bay.
Þaðan sem hæst liggur í bænum og virkisrústunum er
geysigott útsýni. Admiralty
Bay er góð snekkjuhöfn.
Moon
Hole
er athyglisvert orlofssvæði, sem byggt er inni í klettana á suðurströndinni.
Friendship
Bay
er á suðurströndinni. Þar
var hvalstöð en nú er þar baðströnd og snekkjuhöfn.
*Hvalveiði-
og siglingasafnið
er nýlegt safn við Friendship Bay.
Þar er hægt að kynnast blóma-skeiði hvalveiðanna og bátasmíðinnar
á 19.öld. Hvalfangararnir
bræddu allt að 2 milljónir ítra af hvalolíu til útflutnings og bátasmiðirnir
voru taldir meðal hinna beztu í heimi.
Umhverfi
Bequia
*
Sjávarfánan
er fjölbreytileg og laðar kafara og veiðimenn að. Ótrúlega litskrúðugir fiskar synda á milli alls konar kórallamyndana.
Petit
Nevis
er smáeyja í tveggja km fjarlægð frá Bequia, þar sem
hvalfangararnir gera að afla sínum.
Isle-à-Quatre
er falleg lítil ferðamannaeyja 4 km sunnan Bequia. |