Castries
er 50.000 manna bær. Höfuðborg
landsins stendur á fögrum stað við skjólsæla vík og umgirt hólum
og hæðum á vesturströndinni. Hún
er tiltölulega nýtízkuleg, því að fjöldi jarðskjálfta,
fellibylja og eldsvoða hafa í tímans rás rutt öllu gömlu úr vegi.
Borgin tapaði yfirbragði nýlendutímans í miklum eldsvoða árið
1948. Bandaríkjamenn
aðstoðuðu við slökkvistarfið, m.a. með því að sturta
vatni úr flugvélum, en allt kom fyrir ekki og timburhúsin fuðruðu upp,
þannig að 80% húsanna í bænum voru rústir einar.
*Höfnin er náttúrulega skjólsæl og djúp.
Mönnum varð snemma ljóst, að lega eyjarinnar var hernaaðarlega
mikilvæg og þessi höfn undirstrikaði það.
Frakkar og Englendingar börðust líka
um hæl og hnakka fyrir yfirráðum á henni.
Lega eyjarinnar hafði líka efnahagslega kosti, sem sýndu sig
í miklum uppgangi um aldamótin 1900, þegar kaupskipaumferðin var sem
mest. Höfnin varð
ein stærsta kolaumskipunarhöfn heims og undir aldamótin var hún
í 14 sæti heimshafnanna. Á
árabilinu milli 1880 og 1930 stóð umskipun kola undirhelmingi brúttóþjóðarframleiðslu
eyjarinnar. Meira að segja
konur báru 100 punda kolapoka á höfðinu út í skipin.
Tiltölulega nýleg, tollfrjáls verzlanamiðstöð var byggð með
það í huga, að losa farþega skemmtiferðaskipanna við nokkrar
kringlóttar.
Dómkirkjan
(1894-97)
er í miðsvæðið og er eina merkilega mannvirki borgarinnar.
Hún er kennd við hinn flekklausa getnað Krists.
Markaðurinn
í grennd við höfnina er iðandi af lífi.
Þar er markaðshöll úr stálbitum frá 1894, bleik að lit.
Mesta fjörið er á laugardagsmorgnum.
*Morne
Fortune (Heppnisfell; 260 m) er góður útsýnisstaður 1,5 km sunnan
borgarinnar. Frakkar byggðu
þar virki, sem féll í hendur Englendinga árið 1794.
*Vigie-höfði norðvestan Castries var hernaðarlega mikilvæg bækistöð á 18.öld,
sem Frakkar og Englendingar réðu á víxl.
Frá 1969 hefur verið byggð þar upp aðstaða fyrir ferðamenn,
lúxushótel, sumarhúsahverfi og fínsendin strönd.
Aðrir
skoðunarverðir staðir
Marigot
Bay.
Kunnustu skoðunarstaðirnir eru á vesturströndinni, sunnan
Castries. Þeirra á meðal
er Marigotvíkin, ein hin rómantískasta á eyjunni.
Þangað kemst fólk um Cul-de-Sacdalinn (bananaræktun).
Eitt sinn, þegar Frakkar og Bretar börðust um yfirráðin,
faldi brezkur aðmíráll skip sín í víkinni undir pálmablöðum.
Árið 1966 var hluti kvikmyndarinnar Dr. Doolittle tekinn þar.
Snekkjuhöfnin í Marigot de Roseau er talin meðal hinna
fegurstu í Karíbahafi. Þar
er líka ein stærsta snekkjuleiga heims.
Bugðóttur vegurinn til suðurs, meðfram víkinni, liggur um stórar
bananaplantekrur (St. Lucia Model Farms).
Anse La Raye.
Þetta þorp er þekkt fyrir hagleiksmenn í bátasmíði.
**Pitons.
Bezta útsýnið til eldkeilanna tveggja (798 og 736 m) er frá hæðardrögunum
við Soufrière. Efstu
hlutar keilanna eru gígtappar. Þær
eru teknar sem sjálfsagt kennimerki Karíbasvæðisins.
Soufrière
stendur
við fagra vík norðan eldkeilnanna.
Hún var áður höfuðborg eyjarinnar.
*Sulphur Springs,
Drive in Volcano.
Íbúarnir segja, að brennisteinshverirnir séu í eina eldgíg
heims, sem hægt er að aka inni í á bílum. Ekki er víst að Íslendingar
samþykki það þegjandi og hljóðalaust. Síðan 1785 hefur brennisteinsleirinn verið notaður til
heilsubaða og talað var um að nýta orkuna til rafmagnsframleiðslu
og sú umræða vaknaði tvíefld árið 1979 og það tókst að afla
styrkja til rannsókna og undirbúnings frá OAS (Bandalagi Ameríkuríkja).
Demantsfossar (Diamond Falls)eru í grennd við hveraaugun
og draga nafn af litríkum úrfellingunum á jarðhitasvæðinu.
*Fond
St. Jacques-regnskógurinn
er einn hinna fáu, litlu, upprunalegu skóga eyjarinnar. Hann er suðaustan Soufrière og í honum lifa enn þá fáir
St. Lucia páfagaukar, sem eru í útrýmingarhættu.
Gamlavirki
(Vieux Fort) á suðurodda eyjarinnar var mikilvægur bær á tímum
franskra yfirráða. Nú er
þar mikilvæg bananaútflutningshöfn og staðurinn verður stöðugt
vinsælli meðal ferðamanna.
Hewanorra-flugvöllur
liggur
utan Gamlavirkis. Hann var
stækkaður 1979 til að hlið landsins stæðu ferðamönnum opnari.
Moule-à-chique-vitinn
í grennd við Gamlavirki er hinn annar stærsti í heimi.
Ofan af honum er útsýnið frábært, alla leið til Castries og
eyjarinnar St. Vincent.
Austurströnd
eyjarinnar kyssir öggur Atlantshafsins.
Hún er víða tröllslega vogskorin og aðeins á nokkrum stöðum
eru litlar hafnir.
Dennery.
Í nágrenni Dennery eru stórar bananaplantekrur, sem
fellibylurinn Allen gjöreyðilagði árið 1980.
*Barre
de l'Isle
er fagurt fjallaskarð
á leiðinni frá Dennery um bananaplantekrur og dalinn Cul-de-Sac.
*Pigeoneyja (þjóðgarður) liggur fyrir norðvesturströndinni.
Hún er systureyja Mainau við Bodenvatnið í Þýzkalandi, sem
er í eigu sænska greifans Lennart Bernadotte.
Líkt og hún, er Pigeoneyja tengd aðaleyjunni með manngerðum
garði, og hefur verið kölluð Pigeonhöfði síðan. Á eyjunni er að
finna merki um búsetu arawaka, gamalt virki (lítið safn) frá 1778.
Þaðan fór Rodney aðmíráll árið 1782 með flota sinn til
örlagaríkrar sjóorrustu við flota de Grasse aðmírál við Dýrlingaeyjar
sunnan Guadeloupe.
Rodney Bay Marina.
Árin 1985-86 var langri sandströnd hreinlega dælt brott og mýrlendi
að baki henni gert að bátahöfn með orlofshúsum.
Afleiðingarnar, sem enginn sá fyrir, voru þær, að
hafstraumarnir meðfram ströndinni breyttust, þannig að aðrar
strendur eyðilögðust og humarmið, sem voru lifibrauð íbúa sjávarþorps
eins, hurfu.
Gros
Islet er lítið og vinalegt sjáverþorp á norðurodda St. Lucia.
Á föstudagskvöldum eru haldin þar mikil götuteiti. |