Juancho
E, Yrausquin-flugvöllur var byggður árið
1959 á norðausturhluta eyjarinnar.
Flugbrautin er stutt, 400 m, þannig að það er ekki bara
landslagið, sem gerir flugferð til Saba spennandi.
Hell's Gate. Frá
flugvellinum bugðast vegurinn upp á við.
Fyrst er komið að vinalegum þorpum, Lower Hell's Gate og Upper
Hell's Gate.
Frá hinu fyrrnefnda liggur göngustígurinn Old Sulphur Mine
Walk niður að norðurströndinni.
Windwardside
(Áveðurshlið).
Aðalvegurinn frá Hell's Gate liggur suður á bóginn um
bananaplant-ekrur og ristastóran hitabeltisbúgarð til Windwardside
(550 m) á suðausturhlutanum.
Þetta þorp er viðskiptamiðstöð Saba.
Þar eru tvö stærstu veitingahúsin, margar verzlanir og
ferðaskrifstofa Saba.
Það er gaman að skoða Harry L. Johnson minningarsafnið, sem
er í húsi í 19.aldar stíl, fyrrum bústað hollenzks skipstjóra.
Í heimilisiðnaðarbúðinni fást alls konar handunnir
listmunir.
*Mount
Scenery.
Frá Windwardside liggur tröppustígur gegnum þéttan
hitabeltisgróður upp á hið 887 m háa fjall, Mount Scenery.
St.
John's.
Frá Windwardside liggur aðalvegurinn í vesturátt til St.
John's, þaðan sem útsýni til Sint Eustatius er ágætt.
Frá St. John's bugðast vegurinn niður til The Bottom.
*The
Bottom
er höfuðstaður Saba í 250 m hæð yfir sjó.
Hann er á suðvesturhluta eyjarinnar í dalverpi, sem er eins og
lykill í laginu.
Þar eru mörg lítil hollenzk hús með rauðum þökum, vel
hirtum forgörðum og kamínum (til hvers skyldu þær vera notaðar í
hitabeltinu?).
Það borgar sig að kíkja inn í Saba Artisan Foundation
(handunnir listmunir).
Fort
Bay.
Frá The Bottom liggur vegslóði niður að Fortvíkinni á
suðurströndinni, þar sem hin litla höfn eyjarinnar er.
Tröppurnar (800 þrep), sem notaðar voru til að bera upp allar
vörur, sem þurfti að koma til The Bottom eru velvarðveittar.
*Saba
Marine Park
(Fort Bay, P.O.Box 18, s. 3295). Árið
1987 var öll strandlengjan og hafsvæðið umhverfis eyjuna gerð að
verndarsvæði. Þar má aðeins stunda köfun og veiðar frá ákveðnum stöðum.
Áhugaverðustu staðir á ströndinni með tilliti til gróðurs
og dýralífs eru Torrens Point, Well's Bay Point, Big Rock Market,
Custom's House Reef, Tent Reef, Giles Quarter Deep og Diamond Rock. |