Redonda Karíbahaf,
Flag of Antigua and Barbuda

Booking.com


REDONDA
.

.

Utanríkisrnt.

Map of Antigua and Barbuda

Redonda er minnst hinna þriggja eyja hins sjálfstæða ríkis Antigua og Barbuda.  Hún er u.þ.b. 55 km austan Antigua.  Redonda er ósléttur og óbyggður klettur í hafinu, gígtappi, 1¼ km² að flatarmáli, sem rís 305 m úr hafi, með þverhnípt björg um kring.  Kristófer Kólumbus fann hann í annarri ferð sinni 1493 og nefndi hann Santa Maria La Redonda.

Fyrsta lendinging á eyjunni er skráð árið 1687.  Í þykkum lögum af gúanói er talsvert fosfat og þrátt fyrir illt aðgengi að eyjunni, hófst vinnsla þess eftir 1860.  Verkamenn frá Montserrat í 21 km fjarlægð unnu að því verki.  Eftir 1890 nam vinnslan 3000-4000 tonnum en henni var hætt eftir að fyrri heimsstyrjöldin brauzt út.  Antigua innlimaði Redonda 1869.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM