Fort-de-France
er höfuðborgin. Hún er
í 0-180m.y.s og íbúafjöldinn er í nánd við 120.000.
Þar er aðalviðskiptamiðstöð eyjarinnar og stjórnsýslusetur.
Hún er á vesturströndinni, norðan við samnefndan flóa, mjög
miðsvæðis. Skjólgott
skipalægi varð til þess, að góð höfn var byggð.
Hún er kjarni borgarinnar á öllum sviðum.
Þar leggur að fjöldi skemmtiferðaskipa og útsýni yfir flóann
er frábært víða að úr vestanverðri borginni.
Síðustu
fimm áratugi hefur verið mikil grózka í borginni.
Íbúafjöldi hefur margfaldast,
80% vinnuaflsins er að finna þar eða í nánasta umhverfi og fólk
streymir þangað úr dreifbýlinu.
Þriðjungur íbúa eyjunnar býr á svæðinu milli Schoelcher
í vestri og Le Lamentin í austri.
Miðstöðvar iðnaðar, stjórnsýslu, bankastarfsemi og landbúnaðar
eru í borginni, sem virðist vera að springa af athafnasemi.
Borgin
dregur nafn af virkinu Fort-St-Louis, sem gnæfir yfir hafnarkjaftinum.
Byggingarsaga þess nær til daga Du Parquet landstjóra (1639).
Fyrstu landnemarnir voru hollenzkir mótmælendur og gyðingar,
sem höfðu verið reknir frá Brasilíu og ætluðu að hefja nýtt líf
á eyjunni. Bæði óvinveittir
indíánar og veikindi hjuggu stór skörð í raðir þeirra, þannig að
fáir komust af. Frakkar hófu byggingu bæjarins Fort-Royal árið 1669 og
komu sér vel fyrir innan víggirðinga og múra.
Árið 1676 flutti Baas landstjóri aðsetur sitt til bæjarins,
sem varð höfuðborg eyjarinnar og um leið Frönsku-Antilleyja árið
1681. Á 19.öld stækkaði
bærinn skipulega milli virkisins og Rivière-Madame, þar sem er núna
miðbærinn.
Mikil
áherzla var lögð á þurrkun mýrlendis, sem var kveikja sjúkdóma
í bænum. Þá var grafinn
mikill fráveituskurður, þar sem er nú að mestu leyti Boulevard du Général
de Gaulle. Þrátt fyrir
allar tilraunir til framfara, settu fellibyljir, jarðskjálftar og
gulufaraldrar stöðugt strik í reikninginn.
Árin 1762 og 1809, þegar eyjan var undir stjórn Breta, missti
Fort-Royal forystuhlutverk sitt og á árum stjórnarbyltingarinnar var
bærinn margskírður nýjum nöfnum, t.d. Fort-République, République-Ville
o.fl. Loksins fékk hann
nafnið Fort-de-France árið 1802, þegar Napóleon var við völd.
Hinn 11. apríl 1839 fórust 400 íbúar bæjarins í jarðskjálfta
og árið 1890 eyddist hann hér um bil alveg í stórbruna.
Eftir stórgos Mt. Pelée árið 1902, sem gjöreyddi bænum
Saint-Pierre, hófst vöxtur Fort-de-France fyrir alvöru.
Íbúafjöldi var u.þ.b. 10.000 um síðustu aldamót en árið
1936 voru þeir orðnir 40.000. Þessi þróun hélt síðan áfram að lokinni seinni
heimstyrjöldinni.
Skoðunarverðir
staðir
Place
de la Savane
er trjágirt miðtorg borgarinnar, prýtt blómategundum frá öllum
hlutum eyjarinnar. Umhverfis það er fjöldi hótela og veitingastaða og það
tengist viðskiptahverfi borgarinnar með verzlunargötum, þar sem fólk
hittist yfir púnsglasi. Púns
kemur í stað drykkjarins pastis, sem drukkinn er í Frakklandi. Fallegustu stúlkur á karabísku eyjunum svífa framhjá
verzlunum og krám, rætt er um daginn og veginn og fólk nýtur lífsins.
Torgið er miðstöð hátíðarhalda og alls konar uppákoma.
Stytta Jósafínu keisaraynju er við það norðvestanvert.
Hún er úr Carraramarmara.
Lágmynd á sökklinum sýnir krýninguna í
Nortre-Dame í París. Styttan
af Belain d'Esnambuc er skáhallt á móti við torgið.
d'Esnambuc kom til Martinique árið 1635 og gerði eyjuna að
franskri nýlendu.
St-Louis-virkð
er við
sunnanvert torgið, umlukið sjó á þrjá
vegu.
Aðalpósthúsið og héraðssafnið Musée Départemental
de la Martinique eru
sunnan við það. Þar
er hægt
að kynnast landnámssögunni
og siðum eyjaskeggja. Minjar
frá dögum arawaka og karíba
eru einkar
athyglisverðar, en þær er að finna í sölum A og B.
Þar er m.a. að finna fallega leirmuni, sem
indíánarnir gerðu. Í sölum
D til G er að finna framhald þróunarinnar
í tímaröð, s.s.
hluti frá yngri skeiðum arawaka og styttur og
steinaxir karíba. Í
sal H er að
finna sögu
þrælahaldsins en í sölum I og J er að finna siði og
venjur íbúanna.
Þar eru búningar,
verkfæri, tæki og húsgögn auk mynda og texta, sem skýra
lífsvenjur og þjóðleg
atriði. Í sal
K er enn að finna lífsskilyrði indíánanna, sem komu í
fyrndinni frá Guyana og Venesuela.
Upplýsingamiðstöð ferðamála
er 100m sunnan safnsins við Rue de la Liberté.
St-Louis
dómkirkjan
er höfuðkirkja borgarinnar. Hún
var endurbyggð árið 1978 eftir teikningum 19.aldar arkitektsins Henri
Pick. Guðshús, sem þar stóðu
áður, eyddust annað hvort í stríðum eða við náttúruhamfarir.
Núverandi kirkja á að geta staðist jarðskjálfta.
Í henni er að finna fallegar steindar rúður og legsteina þekktra
bæjarbúa.
Verzlanahverfið
er allt umhverfis dómkirkjuna. Þar
er m.a. að finna alls konar franskar lúxusvörur (ilmvötn, áfengi,
matvörur og skartgripi) á hagstæðu verði, gjafavörur og alls konar
minjagripi, madras hálsklúta, uppstoppaða fiska, skeljakeðjur, kreólaskartgripi,
dúkkur o.fl.
*Ávaxta-
og grænmetismarkaðurinn
er við endann á Rue Blénac eða Rue Siger sé gengið frá dómkirkjunni.
Þar er iðandi líf á morgnana og alls kyns ilmur í lofti.
Allur þessi tegundafjöldi er svolítið ruglandi fyrir Evrópubúa.
Fiskmarkaðurinn
er aðeins vestar við Rivière Madame, þar sem litríkir bátarnir
leggjast að eftir næturveiðarnar og selja aragrúa fisktegunda.
Maison
de la Culture
er menningar- og stjórnsýslumiðstöð
austan fiskmarkaðarins við Boulevard du Général de Gaulle. Húsið var byggt árið 1979.
Vieille
Marie
er gamla nýlenduráðhúsið við Rue de la République.
Rétt hjá, við Valnytorg, er dómshúsið og styttan af Victor
Schoeler á grænum bletti.
Schoeler-bókasafnið
stendur nýendurnýjað við norðvesturhorn torgsins.
Henri Pick lét reisa það árið 1189 (heimssýningin í París)
í rómansk-býzantískum stíl.
Préfecture,
andspænis bókasafninu, er aðalstjórnsýslusetur héraðsins.
Gerbault- og Desaix-virkin eru ofan við og norðan miðborgarinnar.
Umhverfi
Fort-de-France
Varnaðarorð:
Fontain-Didier og Case-Navire dalurinn eru hættuleg svæði
fyrir göngufólk vegna baneitraðrar slöngutegundar, lensuslöngunnar,
sem er allalgeng. Marðartegund
nokkurri (mangústa), sem lifir á slöngum, var sleppt á svæðunum
til að halda þessari og öðrum slöngutegundum í skefjum.
Merðirnir eru þó ekki vel séðir í grennd við mannabústaði,
því að þeir gera sér tíðförult í hænsnakofa og gera mikinn
usla þar. Að auki eru eðlur
og ýmsar fuglategundir ekki óhultar fyrir þeim.
Didier-sléttan
umlykur borgina og þaðan er frábært útsýni yfir umhverfið.
Bezt er að komast þangað eftir þjóðvegi N2 og síðan hliðarvegi
D45. Við þá vegi standa
stór og falleg einbýlishús í nýlendustíl og suðræn tré.
Í litskrúðugum görðunum eru dásamlega fallegur blómagróður.
D45 endar við hina þekktu og vinsælu Didierölkeldu í unaðslegu
umhverfi.
*Balatakirkjan
(1928) var byggð eftir teikningum arkitektsins Wulfeff, sem hafði Sacré
Coeur á Montmartre í París til fyrirmyndar.
Hún er á grózkumiklu svæði með Pitons Du Carbet í
bakgrunni og virðist illa í sveit sett.
Samt er hún skoðunarverð og þá ekki sízt leiðin að henni,
þar sem útsýni er mjög fagurt.
Schoeler
er fiskiþorp 5 km vestan höfuðborgarinnar.
Anse Collat baðströndin við Fond Lahaye er 2 km vestar.
Strendurnar á þessum slóðum eru ekki meðal hreinustu baðstranda
eyjarinnar. Fremur er mælt með ströndunum á skaganum sunnan
Fort-de-France. Þangað er
m.a. hægt að komast með mótorbátum
frá borginni.
Le
Lamentin er 7 km austan höfuðborgarinnar.
Bærinn er 20 m.y.s. og þar búa 23.000 manns.
Þangað er greiðust leið um hraðbraut nr. N1.
Rétt utan bæjarins er stærsta iðnaðarsvæði Martinique,
s.s. miðleiðis milli hans og höfuðborgarinnar, í La Californie, er
olíuhreinsunarstöð. Alþjóðaflugvöllurinn
er nokkrum km sunnar.
Náttúrugarðarnir
á Martinique
eru nokkur sundur slitin náttúruverndarsvæði.
Skoðunarverðust eru eldfjallasvæðin í norðvesturhlutanum,
lystigarðurinn við Fonds-St-Denis (sérstakur trjágarður; 15 km norðan
höfuðborgarinnar), næstum allt fjalllendið í suðurhlutanum
(Montravailskógurinn) og Presqu'ile La Caravelle (austan La Trinité með
rústum Dubucherragarðsins og orlofsstaðnum við fjársjóðsvog).
Nánari upplýsingar fást hjá Parc Naturel Régional de la
Martinique, Caserne Bouillé, Rue Redoute du Matouba, F-97200
Fort-de-France; sími 721930.
Skoðunarferðir
Ferð
frá Fort-de-France til Saint-Pierre (fram og til baka; 70 km).
Útúrkrókur
til Le Précheur og Anse Céron (14 km).
Áframferð
til Morne-Rouge.
Frá
Saint-Pierre til Deux-Choux um Fond-St-Denis (14 km). |