Kuba Havana
La Bodeguita del Medio, |
La Bodeguita del Medio er vinsæll veitingastaður með lifandi skemmtiatriðum í næsta nágrenni dómkirkjunnar við Empedradogötu. Þarna var matvöruverzlun frá 1942 (La Casa Martinez), sem var breytt í veitingastað eftir síðari heimsstyrjöldina. Hann var fljótlega vinsæll samastaður ljóðskálda, blaðamanna, gáfumanna og bóhema, sem vildu skemmta sér, drekka mojito og bjarga heiminum. Martinez var klókur í viðskiptum og opnaði sérstakan, kúbverskan veitingastað bak við verzlunina, sem var upphafið að núverandi stað. Þessi veitingastaður varð fljótt vinsæll meðal stjórnmálamanna, þingmanna, frægra listamanna, gáfumanna, íþróttamanna og sælkera, sem nutu réttanna (svartar baunir, svínasteik, steiktir grænir bananar, nautasteik o.fl. kúbverskir réttir). |
|
|
||
TIL BAKA Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir HEIM |