Nafnið
Jamaica er til orðið úr indíánamáli (Chaymaka) og þýðir velvökvaður.
Arawakindíánar settust þar að nálægt árinu 900 e.Kr.
Hinn 4. maí 1494 fann Kólumbus eyjuna og eftir 1509 fóru Spánverjar
að setjast þar að, fyrst á norðurströndinni við St. Ann's flóa.
Árið 1525 var borgin Santiago de la Vega, sem nú heitir
Spanish Town, stofnuð á bökkum Cobreárinnar.
Hún var lengi höfuðborg Jamaica.
Frumbyggjunum var smátt og smátt útrýmt.
Þegar á dögum Spánverja var farið að rækta kakó og kaffi
í undirhlíðum Bláfjalla og árið 1517 voru fyrstu þrælarnir
fluttir þangað frá Afríku.
Árið
1655 náði Oliver Cromwell f.h. Englendinga eyjunni frá Spánverjum og
árið 1670, þegar yfirráð Englendinga voru viðurkennd, bjuggu 3000
manns þar. Í fyrstu var
eyjan miðstöð brezkra sjóræningja.
Á 18. öld fjölgaði innflytjendum frá Írlandi og Englandi.
Negraþrælum var fjölgað og Jamaica varð að mikilvægustu
sykurnýlendu Breta. Í lok
17. aldar voru 60 sykurreyrs- og kakómyllur í gangi og sykur-framleiðslan
nam 9 tonnum og kakóframleiðslan var mikil.
Indígó (dökkblátt litarefni) var ræktað á 40 ekrum og
hafin var ræktun tóbaks og baðmullar.
Árlega voru flutt út 250 kg af Jamaicapipar.
Allt fram til ársins 1900 var plantekrunýlendan verðmætasta
eign Breta í Vestur-Indíum.
Afnám
þrælahaldsins árið 1838 og aukin samkeppni í sykurframleiðslu
(sykurrófur í Evrópu) ollu efnahagskreppu á Jamaica.
Reynt var að stemma stigu við kreppunni með því að rækta
banana og árið 1870 var fyrsti bananafarmurinn sendur úr landi. Jamaica var þegar orðin að krúnunýlendu árið 1866.
Ekki dró úr efnahagskreppunni.
Árið 1938 gekk óöld yfir eyjuna.
Árið 1944 fékk Jamaica fyrstu stjórnarskrána, sem átti að
leiða til sjálfstjórnar árið 1959.
Tilraun til stjórnmálasambands og samstarfs brezkra nýlendna
í Karíbahafi á sjötta áratugnum, Vestur-Indía sambandið, rann fljótt
út í sandinn.
Alexander
Bustamente sigraði í kosningunum 1962 og undir hans stjórn fékk
eyjan fullt sjálfstæði. Fjórum
árum síðar kom aftur til átaka í Kingston.
Árið
1972 komst vinstri sinnuð stjórn til valda undir Manley.
Hún tók upp stjórnmálasamband við Kúbu og Kína.
Árið 1973 varð Jamaica aðili að CARICOM, viðskiptabandalagi
Karíbaþjóða. Þrátt
fyrir alvarleg vandamál á viðskiptasviðinu, var Michael Manley
endurkjörinn forsætisráðherra árið 1976.
Stjórnarstefna
hans um þjóðnýtingu hluta ákveðinna iðnfyrirtækja var skotin í
bólakaf, þegar íhaldsmaðurinn Edward Seaga vann kosningarnar 1980. Seaga náði ekki nema takmörkuðum árangri í efnahagsumbótum
eftir 1985, þannig að Manley átti sigurinn vísan 1989.
Óvenjulega
kröftugir fellibyljir ollu svo miklu tjóni árin 1980 og 1988, að viðskiptalífið
náði sér seint á strik aftur og minnstu munaði að landið yrði
gjaldþrota. |