Karíbahaf Guadeloupe Iles des Saintes,
Flag of Guadeloupe

Booking.com


ILES des SAINTES
GUADELOUPE

.

.

Utanríkisrnt.

Les Saintes from Basse-Terre, Guadeloupe

Dýrlingaeyjar eru u.þ.b. 10 km sunnan eyjahlutans Basse-Terre.  Þær eru 14 km² og íbúafjöldinn er 4.000. Reglulegar flugsamgöngur milli Terre-de-Haut / Terre-de-Bas og Pointe-à-Pitre / Basse-Terre.  Ferjur sigla reglulega milli Gros-Cap (Terre-de-Bas), Terre-de-Haut og Trois-Rivière (Basse-Terre) og skemmtiferðaskip koma þar oft við.

Landslagið á Dýrlingaeyjum er afarfagurt.  Þær eru oft kallaðar 'Litla Rio' vegna hinna fögru baðstranda og fjalllendisins umhverfis.  Þær eru sunnan eldvirka hluta Guadeloupe og eru hluti af neðansjávarfjallgarði, sem til varð við eldgos.  Þrátt fyrir nálægð hinna hærri fjalla á Basse-Terre, rignir lítið á eyjunum.  Vatnsskorturinn beindi athöfnum íbúanna út á hafið, enda hafa þeir lifað af fiskfangi um aldir, og þeir hafa alltaf þurft að byggja vatnsþrær til að safna í neyzluvatni.  Skammt er síðan ferðaþjónustunni fór að vaxa fiskur um hrygg.

Kólumbus kom þangað í nóvember 1493 og uppgötvaði þessar óbyggðu eyjar.  Hann skírði þær Los Santos.  Fyrstu frönsku innflytjendurnir komu árið 1648 og síðan hafa íbúarnir þar deilt kjörum með samlöndum sínum á Guadeloupe.  Skömmu eftir landnámið var hernaðarlegt mikilvægi þeirra ljóst og virkisbyggingar voru hafnar.  Hinn 12. apríl 1782 háðu Bretar frá Domicia undir stjórn Rodney aðmíráls og Frakkar  undir stjórn Comte de Grasse aðmíráls örlagaríka sjóorrustu  á  hafinu á milli Dýrlingaeyja og Dominicia.  Bretar höfðu betur og við það dró verulega úr frönskum áhrifum á Karíbahafi en Bretar juku sín.

Plöntu- og dýralíf.
  Vegna þurrviðrisins eru ýmsar tegundir kaktusa áberandi.  Á gönguferðum sér fólk ýmiss konar smáeðlur og stóreðlur (leguan), sem búa í afskekktum holum og skútum.

*TERRE-de-HAUT er aðaleyja Dýrlingaeyja.  Hún er fjölbreytt og fjöllótt (0-309 m).  Íbúafjöldinn er u.þ.b. 3.000.  Hún býr yfir fallegum dalverpum og góðum baðströndum.  Höfuðstaðurinn er samnefndur eyjunni.  Hann er miðsvæðis milli hæðanna með litskrúðugum húsum og góðu skipalægi.  Í norður-hluta bæjarins eru einbýlishús en suðurhlutinn (Fond-de-Curé) hefur enn þá yfirbragð fiski-mannabæjar.  Við austurjaðar bæjarins er Grande Anse með vinsælli baðströnd og rétt þar hjá er flugvöllur eyjarinnar.

Gönguferðir um eyjuna
Napóleonvirkið.
  Leiðin þangað í norðurátt frá höfuðstaðnum býður upp á fallegt útsýni og liggur svolítið upp á við (½ tíma ganga) um íbúðahverfið Maison-Blance, þar sem bjuggu fyrrum foringjar í setuliðinu.  Napóleonvirkið var byggt í byrjun 19.aldar með Vauban sem fyrirmynd.  Það var reist í stað velviðhaldins virkis frá 17.öld (sýningarsalir inni í því).

Baie de St-Pierre.  Á norðaustanverðri eyjunni (½ tíma gangur) er hin fallega St-Pierre-vík, sem liggur í skjóli Percéeklettanna.  Sunnan við hana er Trou du Grand Souffleur, klettavík með tignar-legu brimi.

*Morne du Cameau
(309 m; u.þ.b. 2 klst. gangur) er hæsti punktur eyjunnar.  Þaðan er stórkostlegt útsýni á tærum dögum.  Þaðan sjást báðir hlutar Guadeloupe og eyjarnar Marie Galante og Dominicia.

Ilet à Cabrit er smáeyja, sem rís 85 m úr hafi.  Þar er Joséphinevirkið (19.öld) þar sem áður stóð La Reine-virkið.

TERRE-de-BAS er öllu stærri en Terre-de-Haut (0-293 m.y.s.; íb.: ca. 1.500).  Hún er handan sundsins Passe du Sud í 1 km fjarlægð frá aðaleyjunni.  Hæstu staðir hennar eru Morne Abymes (293 m) á norðurhlutanum og Morne Paquette (209 m) á suðurhlutanum.  Á Pointe Sud (Suðurhöfða) er nýlegur flugvöllur.
Höfuðstaður eyjunnar er Gros-Cap.  þaðan eru bátsferðir út á rifin austurundan og til klettaeyjunnar (165 m) Grand Ilet.  Á norðurhlutanum, sem snýr að Terre-de-Haut, er Grand Anse með sandströnd sinni.  Kirkjan, sem er frá 17.öld, er athyglisverð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM