Karíbahaf Guadeloupe Pointe-á-Pitre,
Flag of Guadeloupe

Booking.com


POINTE-à-PITRE
GUADELOUPE

.

.

Utanríkisrnt.

Pointe-á-Pitre stendur 0-30 m yfir sjó.  Íbúafjöldi er 30.000.  Borgin er miðstöð viðskipta landsins.  Hún er á Grande-Terre, þar sem eyjarhlutarnir mætast.  Þar er góð höfn frá náttúrunnar hendi.

Nafn borgarinnar á rætur að rekja til hollenzks fiskimanna af gyðingaættum, sem flýði undan Portúgölum frá Brasilíu.  Um langa hríð var staðarins hvergi getið en varð miðstöð viðskipta, þegar íbúar bæjarins Abymes innar í landinu lögðu veg þangað, sem hafnarskilyrðin voru góð, til að koma vörum sínum á markað.  Borgin var síðan stofnuð árið 1759 á meðan Sjö ára stríðið geisaði milli Frakka og Englendinga.  Englendingar byggðu höfnina en létu Frökkum landið eftir í Parísarsamningunum árið 1763 en þeir juku varnir bæjarins með virkjum.

Þegar á tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar var bærinn farinn að þenjast út.  Hinn 5. febrúar 1843 olli jarðskjálfti miklum skemmdum en rösklega var tekið til hendinni við uppbyggingu.  Þrátt fyrir kólerufaraldur árið 1865 hélt bærinn áfram að stækka og dafna.  Þar varð miðstöð vöru- og fjármálaviðskipta.  Árið 1899 brann þriðjungur Pointe-à-Pitre og 12. sept. 1912 olli fellibylur geysilegri eyðileggingu og kostaði fjölda mannslífa.  Árið 1967 brutust þar út miklar óeirðir vegna félagslegrar mismununar þegnanna.  Árið 1979 ollu fellibyljirnir David og Frederick miklum skaða.

Skoðunarverðir staðir
Höfnin, La Darse, er hjarta borgarinnar.  Við hana er litríkur götumarkaður.  Torgið Place de la Victoire er kennt við frækinn sigur þjóðarhetjunnar Victor Hugues á Bretum.  Við suðausturhorn þessa pálmum girta torgs er Sous-Préfecture, fögur bygging í frönskum stíl eins og húsið, sem skrifstofa ferðamálaráðs er í beint á móti handan þess.  Lítið eitt norðvestar, ef farið er um minjagripagötuna, er Marché Central, þar sem er miðpunktur viðskipta með grænmeti, ávexti og kryddvörur og iðandi mannlíf.  Sunnan markaðarins er fjöldi fyrirtækja, banka og verzlana með skatt-frjálsar innfluttar vörur, Gare Maritime (viðlegugarður fyrir skemmtiferðaskip) og önnur hafnarmannvirki.

Rue Frébault
er elzta verzlunargata borgarinnar.  Hún liggur í norðurátt frá markaðnum og er jafnframt mesta umferðargatan.  Við margar þvergatnanna, s.s. Rue Schoelcher, eru líka margar verzlanir.

Scholelcer-safnið er skammt vestan markaðarins.  Þar eru ýmsar minjar um afnám þrælahaldsins. Við Rue Sadi-Carnot er landbúnaðarráðuneytið í húsi (19.öld) frá franska nýlendutímanum.

Gourbeyre-torgið er norðaustan markaðarins.  þar er brjóstmynd aðmírálsins Gourbeyre.  Sunnan þess er dómshúsið, heldur óásjálegt stjórnsýsluhús.

St-Pierre-et-St-Paul-kirkjan (1847) setur svip sitt á torgið.  Hún er járnstyrkt og prýdd fallegum, steindum rúðum, sem oft hafa skemmst í náttúruhamförum.

Eglise Massabielle (19.öld).  Falleg kirkja austan hafnarinnar.  Yfir hana gnæfir nýlegt háhýsi, Tour Massabielle, þaðan sem er gott útsýni.  Austar stendur aðalspítalinn og Pasteurstofnunin á Morne Jolivière.

Usine Darboussier er ein elzta sykur- og rommverksmiðja eyjunnar við suðurjaðar borgarinnar.  Skammt þaðan er litla höfnin Carénage, sem nýbyggingar Antilles-Guyana-háskólans gnæfa yfir.

Jarry er víðáttumikið iðnaðarsvæði handan hafnarinnar.  Það var byggt upp til að stemma stigu við atvinnuleysinu í landinu.

Le Raizet.  Annað iðnaðarsvæði hefur verið byggt upp í við alþjóðaflugvöllinn, þar sem stutt er til að- og fráflutninga.

Norðan gamla miðbæjarins hefur verið byggt upp nýtízkulegt hverfi, þar sem mest ber á byggingum Banque Nationale de Paris, pósthúsinu, ráðhúsinu og menningar- og listasafninu (1978).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM