Karíbahaf Guadeloupe Marie Galante,
Flag of Guadeloupe

 


MARIE GALANTE
GUADELOUPE

.

.

Utanríkisrnt.

Marie Galante er sunnan Guadeloupe.  Flatarmálið er 158 km².  Áætlunarflug frá Pointe-à-Pitre og Basse-Terre.  Fraktskip frá Grand-Bourg, St-Louis og Pointe-à-Pitre.

Sykureyjan er 43 km sunnan Pointe-à-Pitre. Hún er úr kalki eins og Grande-Terre, en sprungu- og brotabelti skiptir henni í tvennt.  Íbúarnir lifa að mestu af ræktun sykurreyrs en einnig af kvikfjárrækt og fiskveiðum.  Sykurmyllurnar, sem starfræktar voru á 19.öldinni eru annaðhvort horfnar eða í rústum, og núna er þar ein stór sykurverksmiðja og fjórar rommverksmiðjur.

Kólumbus kom þangað 3. nóvember 1493 og skírði eyjuna eftir flaggskipi sínu.  Síðar var hún einn síðasti staðurinn í Karíbahafi, sem Frakkar frá Guadeloupe settust að á og þröngvuðu indíánunum brott frá.  Það gerðist eftir 1648 og indíánarnir veittu öfluga mótspyrnu.  Þegar á 17.öld upphófst viðskiptalegt blómaskeið á eyjunni.  Auk sykurreyrs voru ræktuð indígó, baðmull, tóbak, kaffi og kakó.  Árin 1691, 1703 og 1754 notuðu Bretar eyjuna sem bækistöð og gerðu þaðan árásir á staði á Guadeloupe.  Bretar réðu þar líka af og til lögum og lofum á Napóleonstímanum.

Bátsferð umhverfis Marie Galante (44 km).

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM