Karíbahaf Guadeloupe Désirade,
Flag of Guadeloupe

Booking.com


DÉSIRADE
GUADELOUPE

.

.

Utanríkisrnt.

photo de  Valérie GautierDésirade er 22 km² eyja austan Guadeloupe.  Áætlunarflug til og frá Pointe-à-Pitre.  Fraktskip til og frá St-François, Moule og Pointe-à-Pitre (allar á Guadeloupe).

Eyjan rís í allt að 275 m yfir sjó og lækkar til norðvesturs.  Hún er 11 km löng og allt að 2 km breið og að mestu úr kalki, sem myndar mjög þurran jarðveg.  Eyjan var notuð sem holdsveikrahæli í meira en 200 ár.

Höfuðstaður hennar er Grande-Anse, þar sem er að finna fallegar baðstrendur í skjóli kóral-rifja.  Frá Grande-Anse liggur eini vegur eyjunnar norður í gegnum þorpið Souffleur til Baie-Mahault, þar sem er líka góð baðströnd.  Vegurinn endar við holdsveikrahælið Sæurs del la Charité (Kærleikssystur), sem lokað var árið 1954.

Frá Grande-Anse liggur stígur frá vestanverðum bænum að Norðurhöfða (1 klst. ganga).  Þaðan er gott útsýni yfir sæbratta norðurströndina, þ.á.m. Porte d'Enfer.  Annar stígur liggur austur úr bænum upp á Grande Montagne (273 m; 1½ klst. gangur). 
Frá Souffleur liggur brattur stígur upp á Morne Souffleur (207 m; gott útsýni).
Frá Baie-Mahault liggur stígur (½ tíma ganga) að veðurathugunarstöðinni og vitanum yfir Pointe double.  Þaðan er líka útsýn góð

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM