Karíbahaf Grenada Grenadineeyjar,
Flag of Grenada

Booking.com


GRENADIN-EYJAR
GRENADA

.

.

Utanríkisrnt.

Saltwhistle Bay Resort on Mayreau islandGrenadin-eyjar eru hluti af Litlu-Antilleyjum og tilheyra Grenada og Saint Vincent.  Alls eru þær yfir 120 talsins og teygjast á milli Saint Vincent í norðri og Grenada í suðri.  Hinar nyrðri tilheyra smáríkinu Saint Vincent en hinar syðri dvergríkinu Grenada.  Þessar eyjar eru í hugum margra hin eina sanna suðræna paradís og fjöldi ríks fólks hefur komið sér þar fyrir til frambúðar og hafssvæðið umhverfis er mjög vinsælt meðal skútusiglara.

Margar eyjanna eru efsti hluti neðansjávareldfjalla, en einnig kóralrif, sem myndast hafa á slíkum fjöllum, sem ná ekki til yfirborðsins.  Hæsti staður eyjanna nær 335 m.y.s. og sumar eyjanna rísa þverhníptar úr hafi. 

Á nokkrum þeirra eru góðar baðstrendur í skjóli kóralrifja.  Meðalársúrkoma er á milli 800 og 1600 mm og stundum koma slæm þurrkaskeið.  Fellibyljir eru fremur sjaldgæfir, þótt Janet (1955) og Allen (1980) hafi valdið alvarlegri eyðileggingu.

Einungis 10 eyjar, sem Frakkar námu á 17.öld eru byggðar.  Íbúarnir eru af svipuðum uppruna og íbúar Grenada og Saint Vincent.  Aðaleyjarnar eru Bequia, Mustique, Canouan og Carriacou.

Grenadineeyjar urðu snemma bækistöðvar sjófarenda, fiskimanna, hvalveiðimanna og bátasmiða.  Á 17.öld var hafin ræktun sykurreyrs og baðmullar.  Til þess þurfti að brjóta mikið land og síðan hefur landeyðing orðið mikil í kjölfarið.  Nú er landbúnaður aðeins stundaður til eigin þarfa eyjaskeggja.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM