St
George’s liggur 0-125 m.y.s. Íbúafjöldinn
er 30.000. Franskir
landnemar stofnuðu bæinn við fallega vík og náttúrulega höfn árið
1705 og skírðu hann Fort-Royal. Árið
1783 lögðu Englendinga eyjuna undir sig og skírðu bæinn í höfuðið
á Georg III konungi. Nú
kemur þangað fjöldi skemmtiferðaskipa og snekkja.
Pastellituð húsin með rauðum og grænum þökum kúra í hlíðunum
upp af víkinni. Bæinn prýða
hús í frönskum og georgískum stíl.
Georgsvirkið rís yfir höfninni á tanga.
Skoðunarverðir staðir
*Carenage er innri höfnin.
Meðfram henni liggur Bryggjugatan og litskrúðugir og skreyttir
bátar og skútur prýða hafnarmyndina.
Einkum er líflegt um að litast síðdegis á þriðjudögum, þegar
bátarnir sigla drekkhlaðnir ávöxtum til Trinidad.
Umhverfis höfnina er fjöldi verzlana, póstur og sími og upplýsingamiðstöð
ferðamála.
Kristur
djúpanna er stytta við hafnarmynnið, sem útgerðir skemmtiferðaskipa létu
reisa eftir skipsbruna
í höfninni árið 1961 og til minningar um björgunartilraunir eyjabúa.
Þjóðminjasafnið (mánud. - föstud. 09:00-15:00) er í vöruhúsi,
sem Frakkar reistu 1704 og varð síðar fangelsi.
Þar er að finna safn muna frá forkólumbískum tíma, þ.á.m.
steinristur, menningarminjar frá siboneindíánum og hinum herskáu karíbum,
sem komu til Grenada frá suðuramersíska
meginlandinu á tímabilinu 1000-1300 e.Kr.
Einnig er þar að finna yngri muni, t.d. tengda Jósefínu
keisaraynju af Frakklandi.
Georgevirkið
gnæfir yfir höfnina. Frakkar
reistu það í upphafi 18.aldar sem Fort-Royal.
Þar standa enn þá fallstykki, sem skotið er af við hátíðleg
tækifæri. Hægt er að skoða undirgöng, vaktskýli og díflyssur.Hæstiréttur
er í York House, sem vígt var árið 1801.
Skammt þaðan er skjalasafnið frá 1780. Sendalgöngin milli bæjarhlutanna
létu Frakkar gera á 18.öld.
Esplanade
er ytri höfnin handan nessins, þar sem Georgevirkið gnæfir.
Þar er bæði fisk- og kjötmarkaður.
Í áttina að bænum um Granby- og Halifaxgötur er aðalverzlunarhverfið
og líflegt
markaðstorgið (ávextir, grænmeti), einkum á
laugardagsmorgnum.
Yellow
Poui
listasafnið er svolítið til hliðar við markaðstorgið í grennd við
Barclay's bankann. Þar er
að finna athyglisverð verk karíbskra listamanna, þ.á.m. verk
naivista.
Rómversk-katólska
kirkjan er stór og mikil bygging í efri bæjarhlutanum við Hospital Hill
Road.
Enska
biskupakirkjan
er neðar við Church Road. Hún
var reist á 19.öld fyrir brezku hermennina.
Þar er að sjá stórkostlegt marmaraaltari, falleg veggmálverk
og steindar rúður. Nokkrar
minningartaflnanna á veggjunum eru frá 18.öld.
The
Kirk (1830) er skozk presbyterakirkja sem stendur ofan Sendalgangnanna.
Klukkuturninn sést víða að.
Meþódistakirkjan
(1820) er ofan hafnarinnar. Hún
sameinar evrópskan byggingarstíl og vestur-indíska litagleði.
Gamla
virkið (18.öld). Þangað er farið
um Lucas Street upp á Wireless Hill (Útvarpshæð).
Það reistu bæði
Frakkar og Bretar.
Stjórnarhúsið
(1802) er austan og ofanvert við innri höfnina.
Það er dæmigert snemmgeorgískt hús.
Sans
Souci-húsið
er aðeins ofar. Það er dæmigerður
herragarður, sem var fyrrum bústaður æðstu embættismanna
eyjarinnar.
Friðriks-
og Matthíasarvirkin
eru bæði opin gestum. Bæði
bera þau baráttunni milli Frakka og Englendinga
um yfirráðin á Karíbahafi vitni.
Mjög gott útsýni frá Matthíasarvirki.
Lystigarðarnir
eru við suðausturjaðar bæjarins.
Þar er að finna sjaldgæfar jurtir og dýr.
Drottningargarðurinn
er rétt norðan við bæinn. Þangað
er farið um Melville Street og Green Bridge,
sem
liggur yfir St. John's ána. Þar
eru mikil íþróttamannvirki.
Belmont
Village
er fallegt íbúðahverfi sunnan við bæinn umhverfis Lónið og
afmarkað af hæðinni Santa Maria (49m) til vesturs.
Richmonthæð
(220m) rís upp frá bænum til suðausturs.
Þar uppi eru rústir Adolfusvrikisins (18.-19.öld).
Þar börðust innfæddir félagar í New Jewel hreyfingunni með
aðstoð kúbverskra hermanna við bandaríska fótgönguliða árið
1983 og urðu að láta undan síga.
Ferð
frá St. George's um suðurströndina (hringferð; 25 km).
Ferð
frá St. George's til Grenville (hringferð; 51 km).
Ferð
frá St. George's til Sauteurs (hringferð; 77 km). |