Karíbahaf Dóminíska lýðveldið Santiago de los Caballeros,
Flag of Dominican Republic

Booking.com


SANTIAGO DE LOS CABALLEROS
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Santiago de los Caballeros er höfuðstaður samnefnds héraðs í Cibausigdalnum í norðurhluta landsins í 310 m hæð yfir sjó.  Hún er jafnframt önnur stærsta borg landsins og miðstöð tóbaksræktunarinnar á bökkum árinnar Rio Yaque del Norte.  Hún er líka viðskiptaleg- og menningarleg miðstöð norðurhéraðanna og þar er háskóli.  Nýlendu- og sveitablærinn hefur varðveitzt í borginni.  Íbúafjöldinn er 285.000.  Flugsamgöngur við Santo Domingo (Las Americas).

*Duartegarðurinn
er líflegur og litríkur miðpunktur borgarinnar.  Við hann standa dómkirkjan „Iglesia Mayor de Santiago Apóstol”,  ráðhúsið „Gobernación Provincial” og gamla ráðhúsið „Palacio Consistorial”.  Austar, við ána, er Yaque del Nortevirkið.

Colóngarðurinn
er við aðalgötuna, Calle del Sol.  Þar er áhugaverð kirkja, Iglesia de la Altagracia.  Austar opnast gatan að stóru hringtorgi, þar sem stendur áhrifamikið minnismerki, Monumento a los Héroes de la Restauración (Hetjuminnismerki).  Tomás Morelsafnið (alþýðulist) er líka athyglisvert.

Umhverfi Santiago
Cordillera Septentrionalfjöllin norðan Santiago teygja sig úr norðvestri frá Montecristi til láglendis-mýranna á Samaná-skaganum í suðaustri.  Uppi í fjöllunum er mikið af rafi, einkum á svæðinu kringum Tamboril.  Hæstu tindar þeirra eru Pico Diego de Ocampe (1.259 m) og Pico Jicomé (Murazo; 1.083 m).

Vega Real er frjósamt og velnýtt landbúnaðarsvæði suðaustan Santiago.  Þar er kakó og kaffi ræktað til útflutnings og þar að auki bananar, maís, sætar kartöflur (batate; úr indíánamáli), maniok og hrísgrjón.  Á þessu svæði býr ein milljón manna og fjöruga markaði er að finna í La Vega (50.000 íb.), Moca (40.000 íb.) og San Francisco de Macoris (70.000 íb.).

**Cordillera Central-fjöllin, sunnan Vega Real, eru austurhluti aðalfjalllendis eyjarinnar.  Cordillera Central kvíslast í Castellanos og Seibo annars vegar undir samnafninu Cordillera Oriental, sem er lægri og hins vegar Sierra de Ocoa, sem eru hærri og ná alveg suður að Karíbahafi.  Þarna eru hæstu tindar Antilleyjanna, Pico Duarte (3.175 m) og Yaque (3.045 m).  Þessi fjöll eru jarðefnarík og eru að hluta þjóðgarður.  Vegurinn yfir fjöllin kallast Carretera Duarte og nýr vegur hefur verið lagður á milli Bani um Constanza niður í Cibaodalinn.  Uppi í hádal Constanza (1.200 m) settust innflytjendur frá Evrópu að og hófu þar ræktun plantna, sem hæfðu þessari hæð yfir sjó.  Stöðugt fleiri ferðamenn leggja leið sína um fjallasalina.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM