Karíbahaf Dóminíska lýðveldið Puerto Plata,
Flag of Dominican Republic

Booking.com


PUERTO PLATA
DÓMINÍSKA LÝÐVELDIÐ

.

.

Utanríkisrnt.

Puerto Plata er höfuðborg samnefnds héraðs á norðurströndinni við sjávarmál.  Íbúafjöldi 83.000.  Flug-samgöngur við Santo Domingo, New York, Miami, San Juan, Toronto og Frankfurt/Main.  Skemmtiferðaskip koma oft frá Miami og San Juan.

Puerto Plata er mikilvægasta hafnarborgin á norðurströndinni.  Hún er við hóflaga vík, sem áin Arroyo San Marcos rennu út í.  Loftslagið er þægilegt vegna golunnar frá Atlantshafinu.  Landslagið umhverfis borgina er mjög fagurt og baðstrendur góðar.  Hin síðari ár hefur aðstaða til mót-töku ferðamanna verið bætt og aukin og flugvöllur byggður, þannig að hagsæld hefur aukizt.  Einnig er vinnsla hráefna úr jurtaríkinu (m.a. sykur) mikilvæg atvinnugrein.

Frumbyggjarnir
, ciguay-macorixe, sem þarna bjuggu, voru af arawakstofni og herskáir mjög.  Flaggskip Kólumbusar strandaði skammt frá borgarstæðinu skömmu eftir að eyjan hafði fundizt árið 1492.  Það var rifið og efnið notað til uppbyggingar þorpsins Navidad.  Þegar Kólumbus kom aftur þangað var það rústir einar, svo að hann byggði upp þorpið Isabela, þar sem hann var viðstaddur fyrstu messuna í bænum árið 1493 ásamt landkönnuðunum Juan Ponce de León og Alonso de Ojeda og höfðingja innfæddra (konu), Anacaona.  Puerto Plata var stofnuð 1896.

Rafsafnið er merkilegasti skoðunarstaður borgarinnar.  Þar er að finna stærstu og verðmætustu rafsteina, sem fundizt hafa á jörðinni.

*Pico de Isabel de Torres (793 m) er bezti útsýnisstaðurinn í nágrenni borgarinnar og þangað upp liggur kapalbraut.  Uppi á toppnum er geysimikið Kristslíkneski á kúpullaga sökkli.
San Felipe-virkið er á nesi austan hafnarinnar.  Það var byggt á árunum 1520-1585 til varnar gegn árásum indíána og sjóræningja.

Umhverfi Puerto Plata:
La Isabela.
  Sé haldið í vestur frá Puerto Plata, síðan inn í land til Imbert og síðan aftur til norð-vesturs í gegnum Luperon á ströndinni, er komið að rústum bæjarins La Isabela, sem Kólumbus stofnaði 1493, og spænska virkinu, sem byggt var síðar.

Norðurströndin er einnig er nefnd „Costambar” vegna rafsteinanna, sem finnast í fjöllunum sunnan fallegu sandstrandanna.  Fáum km austan Puerto Plata (skammt frá flugvellinum) er nýi ferðamannastaðurinn *Playa Dorada.  Þar eru 2000 gistiherbergi, golfvöllur (sem Robert Trent Jones hannaði) og fleiri íþróttamannvirki.  Skammt austar er ferðamannastaðurinn Montellano, sem er nýlegur.

Sosúa.  Sé haldið meðfram ósnortinni strandlengjunni, sem oft er kölluð „Langisandur”, í gegnum Monte Llano er komið til bæjarins Sosúa (8000 íb.) og fallegu strandarinnar þar.  Í síðari heimsstyrjöldinni var þar móttökustaður fyrir flóttafólk af gyðingaættum frá Þýzkalandi og Austurríki og margir þeirra settust þar að.  Þetta fólk hóf nautgriparækt og kjötvinnslu, sem er enn við lýði.

Maimón, Cabarete og Magante eru frábærar baðstrendur norðaustan Sosúa, þar sem hafa verið byggð góð hótel og íbúðir fyrir gesti.

Rio San Juan er 60 km austar.  Á leiðinni þangað er farið um Sabaneta de Yásica og Gaspar.  Þar er fallegt lón, sem heitir Gri Gri.

*Playa Grande er velútbúin baðströnd, góð gistiaðstaða, golfvöllur og fleiri íþróttamannvirki.

Cabo Francés Viejo, Playa El Breton.  Austar, áður en komið er til Cabo Francés Viejo, liggur flakið af „Concepción”, sem strandaði árið 1641.  Þar, suðaustar, er hin ágæta El Bretonströnd.

Cordillera Septentrional er nyrzta fjalllendi landsins, suðaustan Puerto Plata.  Það er rómað fyrir landslagsfegurð.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM