Higüey
er höfuðstaður La Altagraciahéraðs í 70-185 m hæð yfir sjó.
Íbúafjöldinn er 35.000.
Flugsamgöngur eru á milli Higüey og Santo Domingo, San Juan,
Miami og Toronto.
Áætlunarbílar aka á milli Higüey og Santo Domingo.
Borgin er á landslagsmörkum milli suðausturhluta Cordillera
Oriental-fjalla og láglendis suðurstrandarinnar við ármót Rio Duey
og Rio Yuma.
Borgin
er einn mikilvægasti pílagrímastaður Latnesku-Ameríku vegna
kirkjunnar Basilica de Nuestra Senora de la Altagracia.
Páll II páfi kom þangað í heimsókn árið 1984.
**Basilica de Huestra Senora de la
Altagracia
setur mikinn svip á borgina.
Hún er ein merkilegasta nútímakirkja í Latnesku-Ameríku.
Upp úr henni rís grannur oddbogi upp af stöllóttum bogaturni.
Meginbyggingin er gríðarstór og prýdd ahrifamiklum, steindum
rúðum.
Hljómar kirkjuklukkanna eru tilkomumiklir, enda klukkukerfið hið
stærsta sinnar tegundar í Ameríku.
Hinn 21. janúar ár hvert flykkjast þúsundir pílagrímar til
borgarinnar til að sýna Maríu guðsmóður, verndardýrlingi
landsins, virðingu.
Fyrirrennari núverandi kirkju var byggður á 16. öld og
stendur enn þá.
Ponce
de León-höllin
er nýuppgerð og er skoðunarverð.
Ferð
til Yuma-strandarinnar (hringferð; 74 km).
Ferð
til norðurstrandarinnar (hringferð; u.þ.b. 200 km). |