Vegakerfi
eyjarinnar er bágborið og ekki hægt að komast langt án þess að
hafa fjórhjóladrifin farartæki með kunnugum bílstjóra. Gönguleiðir að fallegum stöðum eru illa merktir.
Fólki er ráðlagt að hafa hentug föt með í þessar tiltölulega
erfiðu ferðir um fjöllin og finna sér góðan leiðsögumann.
**Morne
Trois Pitons þjóðgarðurinn
(64 km²; 1975) er austan Roseau. Hann
er talinn með fegurstu náttúrugörðum Karíbasvæðisins,
eldbrunninn og státar af óvenjufjölbreyttri flóru og fánu.
Í þjóðgarðinum liggur leið af veginum milli Roseau og
flugvallarins við Pont Cassé. Hún
liggur um magnþrunginn frumskóg að Smaragðatjörninni (Emerald Pool)
með fallegum fossaföllum.
*Morne
Troi Pitons (1342m) gnæfir sunnan Pont Cassé.
Það er mjög erfitt að komast þessu þriggja tinda fjalli.
Brennisteinshverirnir og Trafalgarfossar.
Frá Roseau liggur vegur upp Roseaudalinn til þessara tveggja náttúrufyrirbæra.
Ti Trougilið, Morne Macaque og
Ferskvatnið.
Ofar í dalnum opnast gilið og Morne Macaque (1067m) og
fagurt gígvatnið blasa við.
Boerivatn
er norðar eftir ferð í gegnum risavaxinn burknaskóg.
Ömrudalur
(Valley of Desolation) og Sjóðandivatn (Boiling Lake) eru
sunnan Ferskvatns. Í
dalnum, sem lítur einna helzt út eins og stórt hringleikahús, er sjóðandi
tjörn, 100 m í þvermál. Á
þessu sjóðandi háhitasvæði var stórsprenging árið 1880.
Stóriflói
(Grand Bay) er suðaustan Roseau á sunnanverðri eyjunni.
Þar er góð baðströnd og útsýni til Martinique.
Lítið eitt austar mætir St.-Jeanhöfði þungri öldu
Atlantshafsins.
Pointe-Michel
er þorp sunnan Roseau, sem íbúar Martinique byggðu, þegar þeir flúðu
undan gosi í eldfjallinu Pelée. Sunnar
er Brennisteinsflói (Soufière Bay) með góðri baðströnd og köfunarmöguleikum.
Enn sunnar er Scottshöfði með góðu útsýni til Martinique.
Hann var fyrrum notaður til merkjasendinga.
Marigot
og Pagua Bay.
Ekið er frá flugvellinum í suðurátt í gegnum Marigot, sem
er aðalbærinn á Atlantshafsströndinni, að dökkri sandströnd
Paguaflóa.
**Karabíska
indíána-friðlandið
er sunnan Pagua Bay. Þangað
er ekið í gegnum þorpið Salibia.
Þetta er 1500 ha svæði, sem Viktoría Englandsdrottning friðaði
1903 fyrir okkur öll, því að fáar eyjann í Karíbahafi státa af
upprunalegu náttúrufari. Talið
er að u.þ.b. 400 íbúanna á svæðinu séu afkomendur indíána,
hinir einu, sönnu karíbar, sem var víðast útrýmt í þessum
heimshluta með harðræði og sjúkdómum.
Þeir búa þarna í tré- og laufkofum sínum og stunda tréskurð
og körfufléttingu en eru þekktastir fyrir smíði eintrjáninga úr
stofnum gúmmítrjáa. Slíka eintrjáningasmíði má sjá í fiskiþorpinu Castle
Bruce aðeins sunnar.
*Central
Forest-friðlandið. Leiðin frá Pagua Bay liggur í gegnum svæði með sítrusávöxtum,
bönunum og gúmmítrjám. Í
friðlandinu er rannsóknarstofnun fyrir landbúnað á mýrarsvæðum. Pont Cassé er á krossgötum, sem liggja um hinn frjósama
dal Layouárinnar (bananar, sítrusávextir, kakó, tóbak) alla leið að
Atlantshafsströndinni.
Smaragðstjörnin og Rosalie.
Austan Pont Cassé er farið fram hjá Smaragðstjörn og meðfram
ströndinni til litla þorpsins Rosalie, sem er umkringt bananaekrum.
Þar í grenndinni er fagur foss, sem steypist í sjóinn.
*Petite
Soufrière
er fagurlega staðsett baðströnd með einum fossi til norðan Pont
Cassé.
Pointe Ronde og *Morne Diablotin.
Pointe Ronde er góður upphafsstaður gönguferðar upp á Morne
Diablotin (1447m), hæsta fjall Dominiku.
Í illaðgengilegum skógum svæðisins má búast við að sjá
hina sjaldgæfu páfagauka Sisserou.
*Indíánaáin er upplögð til bátsferða um fenjaskógasvæði og skoða margar
sjaldgæfar fuglategundir og ótrúlega fjölbreytta flóru (orkídeur).
*Cabritsþjóðgarðurinn
og Shirleyvirkið.
Cabritshöfðinn gnæfir yfir norðvestan Portsmouth.
Þar reistu Englendingar Shirleyvirkið á 18. og 19. öld.
Það er tiltölulega nýbúið að endurnýja það og margar
fallbyssur hafa staðizt tímans tönn.
Virkið er þjóðarminnismerki og er meðal helztu söguminja
eyjarinnar.
Neðansjávarþjóðgarður Dominíku.
Sjávarsvæðið í kringum Cabritshöfða og Douglasfjörður
eru friðað svæði, sem köfurum gefst kostur á að skoða.
Það er tiltölulega ósnortið og víða liggja skipsflök á
sjávarbotni eftir orrustur milli Frakka og Breta.
Douglasfjörður.
Sé ferðinni heitið þangað, liggur leiðin um tekktrjáasvæði
frá Portsmouth í norðurátt. Á
leiðinni er Toucarivíkin með ljósum sandi að hluta til og yfir
umhverfið gnæfir Morne aux Diables (862m). |