Roseau
er höfuðstaður eyjarinnar. Hann stendur í árósum samnefndrar ár á suðvesturströndinni
og þar búa 12.000 manns. Frakkar
brenndu staðinn árið 1805 en hann var endurreistur og yfir honum hvílir
nýlendublær. Meðfram höfninni
(stór skip kasta akkerum á ytri höfninni) eru vöruskemmur og báðum
megin við þær eru fjörugir markaðir.
Sunnan bæjarins er Young-virkið (18.öld), sem er hótel á
okkar dögum. Nálægt því eru margar opinberar byggingar í georgískum
stíl, s.s. bókasafnið, þinghúsið og dómshúsið.
St. George's kirkjan er líka í grenndinni (19.öld; anglikönsk).
Skammt norðar er 'Our Lady Fair' dómkirkjan (19.öld), stærsta
katólska kirkja landsins.
Miðbæinn
prýða nokkur timburhús en minna er um steinhús.
Þar er að finna margar verzlanir, sem selja heimilisiðnað og
listmuni (fléttaða, náttúrulitað efni, verti-verti mottur, tréskurð,
minjagripi úr kókoshnetum
og bambus).
Austan
og ofan við bæinn, í hlíðum Borne Bruce, þar sem stóð áður
virki, er nú sérstæður og fallegur grasagarður á 44 ha svæði.
Þar er að finna plönturtegundir úr þessum heimshluta og
annars staðar að. |