Karíbahaf Dóminíka sagan,
Flag of Dominica

Booking.com


DÓMINÍKA
SAGAN

.

.

Utanríkisrnt.

Dominica capital city of RoseauŢegar Kólumbus kom til eyjarinnar í annarri ferđ sinni til Vesturheims sunnudaginn 3. nóvember 1493, bjuggu ţar hinir herskáu karíbar.  Hann nefndi hana Dominica af ţví ađ hann fann hana á sunnudegi (Sunnudagseyja).  Áriđ 1627 gaf Karl I Spánarkonungur enska jarlinum af Carlisle eyjuna.  Tilraunir Breta til landnáms ţar reyndust jafnerfiđar og síđari tilraunir Frakka vegna andstöđu karíbanna, sem voru líklega 2.000 talsins í upphafi 18.aldar.  Viđ friđarsamningana í Aachen var ákveđiđ, ađ eyjan skyldi tilheyra íbúum sínum. 

Frakkar brutu ţetta samkomulag, byggđu ţorp og hófu rćktun á eyjunni og á síđari hluta 18.aldar börđust ţeir hatramlega viđ Breta um yfirráđin yfir eyjunni, sem karíbarnir kölluđu Waitukubuli (Eyja hinna mörgu orrusta).  Frakkar eftirlétu Bretum eyjuna áriđ 1805 gegn háu gjaldi eftir ađ ţeir voru búnir ađ brenna höfuđstađ hennar, Roseau, til grunna.

Árin 1871 til 1940 var eyjan hluti Brezku-Hléeyja og frá 1940 til 1956 hluti Brezku-Áveđurseyja en ţá varđ Dominica krúnunýlenda, sem var í Vestur-Indíabandalaginu frá 1958 til 1962.  Áriđ 1967 fékk landiđ heimastjórn.  Hinn 3. nóvember 1978 fékk landiđ sjálfstćđi og 18. desember sama ár varđ Dominica 151. ađildarríki Sameinuđu ţjóđanna.  Síđsumars 1979 ollu fellibyljirnir David og Frederick stórtjóni á eyjunni.

Áriđ 1980 fóru fram fyrstu kosningar í landinu og frelsisflokkurinn varđ sigurvegari.  Áriđ 1981 var herinn leystur upp og sama áriđ var gerđ tilraun til hallarbyltingar, sem olli ţví, ađ herlög voru sett á.  Í oktober 1983 tók Dominica ţátt í innrás Bandaríkjamanna á nágranneyjunni Grenada.  Ţá var íhaldsmađurinn og lögfrćđingurinn Mary Eugenia Charles forsćtisráđherra Dominica.  Í kosningunum 1985 fékk stjórn hans stađfestingu á rétti sínum til ađ stjórna.

Efnahagsađstođ frá Kanada, Bandaríkjunum og nokkrum Evrópulöndum á síđustu árum  hefur rennt stođum undir fjárhag, viđskipti, heilsugćzlu og menntunakerfi landsins.

 TIL BAKA        Ferđaheimur - Garđastrćti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM