*Gamli
borgarhlutinn er varðveittur með fjárhagslegri aðstoð frá
UNESCO sem fágætar menningarminjar, en þar ber hæst höfnina,
varnarmannvirkin og aðrar byggingar frá spænska nýlendutímanum.
Aðaltorg borgarinnar, bæði fyrr og síðar, er Plaza de la
Aduana Alcaldia, sem umgirt er ýmsum stjórnarbyggingum og dómkirkjunni.
Á nýlendutímanum fóru þar fram hersýningar.
*Aðaldómkirkjan.
Birkupskirkjan, sem er við torgið norðanvert, var reist á árunum
1575-1590.
Í henni eru þrjú skip og stórkostlegt, gulli lagt
barokaltari.
Nýlistasafnið
er
við torgið suðaustanvert og þar er að finna verk listamanna frá Suður-Ameríku.
*San
Pedro Claver-klaustrið
(líka kallað 'La Compania').
Árið 1603 reistu jesúítamunkar klaustur við borgarmúrana.
Byggingarstíll klausturkirkjunnar er athyglisverður.
Hann er eiginlega af tvennum toga, barok og hallast líka í átt
að endurreisnarstíl (manierismus).
Jesúítapresturinn Pedro Claver starfaði í kirkjunni.
Hann lét sér annt um negraþrælana og var því kallaður
'postuli hinna svörtu'.
Jarðneskar leifar hans eru í háaltarinu.
Sjóminjasafnið
er við Calle Ricaurte.
Þar er líka sjókorta- og sjávarlíffræðistofnunin.
Höll
rannsóknarréttarins
er vestan dómkirkjunnar við hið vinalega torg 'Plaza de Bolivar með
minnismerki um Símon Bolivar.
Í höllinni, sem reist var á tímabilinu 1610-1676, er nýlendusafnið.
Þar er að finna alls konar gömul skjöl og vopn frá dögum
rannsóknarréttarins.
Við hliðina er héraðsbókasafnið, bókasafn Fernández
Madrid og Colcultura bókasafnið.
*Santo
Domingo-klaustrið
er vestantil í gamla borgarhlutanum.
Það var byggt snemma á 17.öld og kirkja þess var reist fyrir
1570. Hún
er elzta guðshús borgarinnar.
Altariskrókur hennar er skoðunarverður.
Casa
del Marqués de Valdehoyos.
Í þessu fallega húsi bjó markgreifinn, sem hafði einkaleyfi
fyrir þrælaverzluninni.
Það er rétt fyrir norðan San Domingo-klaustrið.
Jorge
Tadeo Lozano-háskólinn
er enn þá norðar við Mercedtorg.
Cartagenaháskóli,
sem stofnaður var 1827, er norðan dómkirkjunnar.
Pureta
del Reloj er aðalborgarhlið gömlu borgarinnar.
Á torginu fyrir framan það, Plaza de los Coches, var aðalþrælamarkaður
borgarinnar.
Parque
del Centenario
er fallegur garður austan borgarhliðsins.
Ráðstefnumiðstöðin
gnæfir yfir Muelle de los Pegasos.
Hún er í nýtízkulegri lúxusbyggingu.
Þar fara fram alls konar viðskiptaráðstefnur, menningarviðburðir
o.fl.
Borgarleikhúsið
(Teatro Cartagena).
Þetta vinsæla leikhús er við Paseo de los Mártires.
San
Francisco-klaustrið
stendur hálffalið austan Muelle de los Pegasos.
Þar bjó forkólfur rannsóknarréttarins áður en höllin var
byggð.
India
Catalina-minnismerkið stendur
við norðausturjaðar miðbæjarins.
Það eitt nýtízkulegasta minnismerki borgarinnar.
Kvenímynd þess á að tákna indíánafrumbyggjana.
El
Cabrero
er borgarhverfi austan gamla borgarhlutans.
Núnezhúsið er frægt fyrir einstakan byggingarstíl.
Þar bjó Rafael Núnez, sem var forseti landsins og þekkt skáld.
lengra til norðausturs er Ermita del Cabrerokapellan, þar sem Núnez
liggur grafinn.
Santo
Toribio-kirkjan
(18.öld).
Listsögulega mikilvægir hlutar þessa guðshúss eins og háaltarið,
sem skreytt er glóandi gulli og listafagurt tréloftið í mudéjarstíl.
**San
Felipe de Barajasvirkið.
Bygging þess hófst árið 1536.
Það er stórfenglegt og hið stærsta sinnar tegundar í allri
Suður-Ameríku.
Gríðarmiklir varðturnar, óvinnandi múrar, jarðgöng og ýmis
stríðstól fá kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds þeirra,
sem skoða það.
San
Sebastián de Pastelillo-virkið
er fyrsta varnarmannvirkið, sem byggð var i Cartagena.
Það er við endann á Bahía de las Animas og hýsir Club des
Pesca (klúbb sportveiðimanna).
Isla de Tierra Bomba.
Á eyjunni standa tvö virki, Castillo de San Fernando og fuerte
de san José de Bocachica, sem byggð voru til verndar Cartagenaflóa á
18.öld. |