Kanada
er ţingbundiđ lýđrćđisríki í Brezka samveldinu og ríkjandi
konungur Englands er ćđsti mađur ríkisins.
Ríkiđ var stofnađ međ Brezlu Norđur-Ameríkulögunum 1867,
sem sameinuđu nýlendurnar Nova Scotia, Nýju Brúnsvík og Kanada, sem
skiptust síđan í Nova Scotia, Nýju Brúnsvík, Quebec og Ontaríó.
Rupertsland og Norđvesturhéruđin voru undir stjórn Hudsonflóafélagsins,
sem gaf ţau eftir áriđ 1869, en upp úr ţeim spratt Manitoba, sem
varđ ađ fylki á áttunda áratugi 19. aldar.
Ţađ var stćkkađ um svćđi úr Norđurhéruđunum 1881 og
1912. Brezka Kólumbía og
Prins Edvardseyja urđu hluti af sambandsríkinu 1871 og 1873.
Áriđ 1905 urđu fylkin Saskatsewan og Alberta til úr hlutum
Norđvesturhérađanna og tekin í ríkjatölu.
Áriđ 1912 stćkkuđu Quebec og Ontaríó um svćđi frá Norđvesturhéruđunum
og 1949 bćttist Nýfundnaland viđ.
Labrador varđ sambandsríki eftir ţjóđaratkvćđisgreiđslu
ţar. Yukonhérađiđ var
skiliđ frá Norđvesturhéruđunum 1898 og Nunavut varđ til úr
austurhluta ţeirra 1999. Nú
nćr ríkjasambandiđ yfir 10 fylki og ţrjú héruđ, sem eru mjög
mismunandi ađ stćrđ.
Áriđ
1982 stađfesti Elísabet II, Englandsdrottning, lög frá brezka ţinginu,
sem kváđu á um fullan sjálfsákvörđunarrétt Kanada í öllum málum.
Ríkisstjórnin. Stjórnarskráin nćr ekki út í öll horn og kima ţjóđfélagsins.
Hún er yfirgripsmikil og nćr til ríkisstjórna landsins, krúnunnar,
ríkisstjóra, öldungadeildar, fulltrúadeildar, kjördćma, kosninga,
ađalstitla, fylkislaga og ţinga. Margar reglur og vinnuhefđir ţingsins eru ekki bundnar í
orđ en byggjast á fordćmum, sem oft eru sótt til Brezka
samveldisins.
Varđveizla
frönsku og ensku sem ţjóđartungna felst í ţví, ađ nota má hvort
máliđ sem er í öllum opinberum stofnunum í Quebec og Nýju Brúnsvík. Sömu lög tryggja íbúum Quebec katólska skóla undir stjórn
kirkjunnar og eigin reglur um eignarétt, borgararétt og franskt dómskerfi
í fylkinu. Ţegar stjórnarskráin
gekk í gildi 1982, var búiđ ađ bćta viđ hana mun ítarlegri kafla
um réttindi og frelsi en var í uppkastinu.
Breytingar á stjórnarskránni krefjast samţykkis alríkisstjórnarinnar
og sjö fylkja, sem hafa fleiri en 50% íbúanna.
Öll fylkin samţykktu núgildandi stjórnarskrá nema Quebec,
sem leizt ekki á ákvćđiđ um jafnrétti frönsku og ensku, en ţar
hafđi enskan ekki átt upp á pallborđiđ.
Löggjafarvald
ríkisţings og framkvćmdavald ríkisstjórnar.
Ćđsti mađur ţingsins er ríkisstjórinn og ţađ skiptist í
öldunga- og fulltrúadeild (104 og 301).
Fylkin skipa ţingmenn öldungadeildar, sem halda ţar gjarnan
velli til 75 ára aldurs en ţingmenn fulltrúadeildar eru kosnir í
almennum kosningum til fimm ára. Hvert
kjördćmi kýs einn ţingmann til fulltrúadeildar í
meirihlutakosningu.
Dreifing
löggjafarvalds og framkvćmdavalds milli alríkisstjórnarinnar og
fylkjanna er tryggđ í stjórnarskránni.
Kanadaţing rćđur hermálum, lögum um viđskiptahćtti, bankamál,
lántökur, gengi og gjaldţrotamál, refsingar, póstţjónustuna,
fiskveiđar, einkaleyfi og höfundarrétt, manntal og hagtölur, skattamál,
samgöngur (siglingar, járnbrautir, skurđi) og símamál. Ţar
ađ auki annast alríkisstjórnin öll önnur mál, sem falla ekki undir
lögsögu fylkjanna. Öll lög
verđa ađ fá samţykki beggja deilda ţingsins og stađfestingu
konungs/drottningar áđur en ţau ganga í gildi.
Báđar deildir hafa frumkvćđisrétt til lagasetningar en ađeins
fulltrúadeildin má bera fram frumvörp um ráđstöfun almannafjár eđa
nýja skatta. Ríkisstjórinn er tilnefndur af ríkisstjórn Kanada og
skipađur af konungi/drottningu samveldisins.
Hann er fulltrúi krúnunnar gagnvart ríkisstjórninni. Samkvćmt ráđum ábyrgra ráđgjafa kveđur hann saman ţing,
slítur ţeim og leysir ţau upp, samţykkir frumvörp og fylgist međ
framkvćmdavaldinu.
Eftir
kosningar kveđur ríkisstjórinn formann stćrsta stjórnmálaflokksins
til ađ mynda ríkisstjórn. Hann
verđur síđan forsćtiráđherra og skipar ráđherra úr röđum
flokksins á ţingi. Flestir
ráđherrar stýra ráđuneytum á sviđi framkvćmdavaldsins og bera ábyrgđ
á ţeim gagnvart fulltrúadeildinni.
Ráđuneytin framfylgja og móta stefnu ríkisstjórnar, stuđla
ađ lagasmíđum, framgangi efnahagsmála og ţeim ráđstöfunum, sem
meirihluti styđur. Ráđherrarnir
eru fulltrúar allra landshluta og allra landsmála og halda velli á međan
ţeir njóta trausts fulltrúadeildarinnar.
Hlutverk minnihluta ţingmanna er ađ veita ríkisstjórnum málefnanlega
gagnrýni og andstöđu.
Helztu
stjórnmálaflokkar Kanada eru Framsćknir íhaldsmenn (Progressive
Conservative), Frjálslyndi flokkurinn (Liberal) og Nýi demókrataflokkurinn
(New Democatic). Samkvćmt
ítrustu skilgreiningum eru hinir fyrstnefndu lengst til hćgri, frjálslyndir
í miđju og hinir síđastnefndu til vinstri í stjórnmálunum. Hinir tveir fyrstnefndu hafa myndađ ríkisstjórnir í
Kanada.
Fylkis-
og hérađsstjórnir.
Stjórnir fylkjanna bera keima af alríkistjónrinni.
Hvert fylki hefur fylkisstjóra, sem starfar á sömu nótum og ríkisstjórinn,
sem skipar ţá, venjulega til fimm ára í senn.
Hlutverk ţeirra og völd eru sambćrileg viđ ríkisstjórann en
á takmarkađra landsvćđi.
Kjör
til löggjarfarţinga fylkjanna fer fram á sama hátt og til ríkisţtingsins
og ţau starfa í einni deild, fulltrúadeild.
Ţingmennirnir eru kjörnir til fimm ára í senn. Ţessi ţing fjalla ađallega um eigna- og félagslegan rétt,
menntun, borgarleg lög, viđskiptamál, sveitarstjórnamál, heilbrigđismál,
leyfisveitingar, stjórn á og sölu ríkiseigna og skatta og útsvar.
Stóru
héruđin í norđri, ţar sem er strjálbýlast, eru utan fylkjanna.
Yukon, Norđvesturhéruđin, og Nunavut eru undir stjórn alríkisstjórnarinnar.
Ţau eiga sína fulltrúa í fulltrúadeild ríkisţingsins og ráđa
mörgum innri málum sjálf.
Samstarf
alríkis- og fylkisstjórna.
Stjórnarskrá Kanada hefur ţróast smám saman međ lagatúlkunum
dómstóla og stjórnvalda. Ţannig
hafa línu skýrzt í skiptingu valdsins milli sambandsstjórnar og
fylkisstjórna. Ráđherrar
fylkjanna og stjórnarinnar í Montreal hittast reglulega til ađ rćđa
slík mál.
Quebecfylki
hefur mesta tilhneygingu til stjórnmálalegs sjálfstćđis, ţar sem
íbúar eru flestir af frönsku bergi brotnir og hafa haldiđ fast í siđi
sína og menningu, sem er allfrábrugđin annarra sérhópa í Norđur-Ameríku.
Stefna ţeirra í stjórnmálum beinist ekki eingöngu ađ hagsćld
í efnahagsmálum og frelsi í anglósaxneskum skilningi, heldur líka ađ
varđveizlu uppruna ţeirra. Ţeir
hafa ţví fylkt sér međ hverjum ţeim stjórnmálaflokki, sem hefur sýnt
málefnum ţeirra áhuga, og undir niđri brennur jafnvel áhugi á ađskilnađi
frá ríkjasambandinu. Áriđ
1976 fékk Quebecflokkurinn meirihluta á fylkisţinginu.
Ađalstefnumál hans var sjálfstćđi međ nánu
efnahagssambandi viđ Kanada. Sjálfstćđishugmyndin
fell í almennum kosningum áriđ 1980.
Síđan hefur veriđ stefnt ađ sameiginlegri ţróun beggja
menningarheimanna í fylkinu í stađ ţess ađ ţeir stefni í
sitthverja áttina. Lögin
um jafnrétti frönsku og ensku tungnanna frá 1969 eru skref í ţá átt
og síđan hefur veriđ skipađur umbođsmađur til ađ vinna ţessum lögum
framgang.
Sveitarstjórnir. Yfirstjórn sveitarstjórna liggur í höndum fylkisstjórna,
sem eru jafnfrábrugđnar og fylkin eru mörg, ţótt stjórnarmunstriđ
sé líkt. Mismunurinn
felst í sögulegri ţróun á ýmsum svćđum og ţví, hve byggđir
eru ţéttar. Af ţessum sökum
byggist skipting fylkjanna í sýslur og sveitarfélög ađallega á
landfrćđilegum og byggđarlegum grunni og innan ţeirra frekari
skipting í hreppa og ţéttbýli af öllum stćrđum. Hreppaskiptingin, eins og hún er framkvćmd í Bretlandi og
BNA, er ađeins til í Suđur-Ontaríó og Suđur-Quebec.
Sveitarstjórnir eru kosnar úr röđum landsbyggđarmanna, ţorps-
og bćjarbúa og annast ţjónustu og innri mál sveitarfélaganna.
Borgarstjórnum var hleypt af stokkunum, ţegar Totonto fékk sérréttindi
áriđ 1953 og síđan hafa allar meginborgir Ontaríófylkis sína
eigin stjórn. Alls eru rúmlega
4600 hreppar og borgir í landinu, sem hafa eigin stjórnir og ábyrgđ
á ýmsum málaflokkum, ađallega ţeim, sem snerta daglegt líf íbúanna,
velferđ og vernd. Ýmis ráđ
og nefndir starfa í tengslum viđ skólamál, skipulag, bókasöfn og ađra
ţjónustu innan sveitarfélaganna.
Fulltrúar ţeirra eru ýmist kosnir eđa skipađir.
Yfirleitt hafa strjálbýlustu og stćrstu sveitarfélögin ekki
eigin stjórn og liggja undir fylkisstjórnina. |