Gott
samgöngukerfi er lífsnauðsynlegt í þessu risavaxna landi, þar sem
íbúarnir búa tiltölulega strjált og langar leiðir liggja að út-
og innflutningshöfnum við heimshöfin tvö.
Vegakerfið.
Byggðir Kanada eru vel tengdar, ef frá eru talin mjög strjálbýl
héruð og svæði, þar sem eru fáir eða jafnvel engir vegir.
Á fábyggðum og fáförnum slóðum liggja aðallega vegaslóðar
skógarhöggfyrirtækja og eru sjaldnast opnir almenningi.
Hraðbrautin hafa á milli var opnuð opinberlenga árið 1962.
Eftir það var kleift að aka u.þ.b. 8030 km leið milli St.
John’s á Nýfundnalandi og Victoria í Brezku Kólumbíu.
Ferjutengingar lengja þessa hraðbraut báðum megin.
Í aðalþéttbýliskjarna landsins tengir fjögurra akreina hraðbraut
Windsor við Quebecborg.
Færri en tveir íbúar eru um hvert ökutæki í Kanada.
Landflutingar hafa aukizt gífurlega, einkum
eftir síðari heimsstyrjöldina.
Járnbrautir.
Óvíða annars staðir í heiminum eru járnbrautir nýttar
meira en í Kanada.
Brautanetið, sem tengir hæði heimshöfin, liggur um suðurhluta
landsins.
Á vesturströndinni teygist það norður til Edmonton og Prince
Rupert.
Norður-suðurkerfi nær til Hudsonflóa (Churchill, Manitoba),
Jamesflóa (Moosonee, Ontaríó) og Mið-Labratdor (Shefferville,
Quebecfylki).
Tvö stórfyrirtæki eru aðallega ábyrg fyrir rekstri járnbrautanna,
Canadian National Railways (ríkisfyrirtæki) og Canadian Pacific
Railway Company (hlutafélag).
Þessi fyrirtæki eru í samkeppni en starfa samt saman á svæðum,
þar sem hún væri óarðbær.
Járnbrautafélag Brezku Kólumbíu tengis þessum kerfum auk
annarra minni fyrirtækja, sem þjóna námuvinnslu, skógarhöggi og
annarri nýtingu náttúruauðlinda í norðurhlutanum.
Uppi
á innsléttunum hafa járnbrautarsamgöngur lagzt niður á mörg þúsund
kílómetra leiðum ot sporin verið fjarlægð en samtímis hafa ný
verið lögð inn í norðurhlutann, þannig að heildarlengd sporanna
hefur lítið breytzt.
Breyting járnbrautakerfisins byggist aðallega á fækkun farþega
eftir síðari heimsstyrjöldina, þegar notkun bíla og flugvéla jókst
stöðugt.
Árið 1977 stofnaði ríkið VIA-Járnbrautarfélagið, sem
annast mestan hluta farþegaflutinga með eigin lestum og notar kerfi CN
og CP.
Þetta nýja fyrirtæki bauð farþegum meiri þægindi í nýjum
lestum en það dugði ekki til að laða farþega til lestarferða.
Árið 1989 hætti ríkisstjórnin að greiða niður ferðakostnaðinn
með þeim og margar leiðir voru lagðar niður, þ.m.t. leiðin
stranda á milli.
Nú fer mestur hluti farþegaflutninga með lestum fram á aðalþéttbýlissvæðunum
milli Windsor og Quebecborgar.
Árið 1967 hóf GO TRANSIT-Járnbrautin (fylkisrekin) starfsemi
í farþegaflutningum á þéttbýlissvæðunum í kringum Toronto.
Svipuð starfsemi hófst á Montrealsvæðinu 1984.
Vatnaleiðir.
Mikið er um vöru- og farþegaflutninga á vatnaleiðum
landsins.
Helzt er St. Lawrence-Mikluvatnaleiðin, sem fær er fremur djúpristum
skipum (allt að 7,8m) alla leið að enda Superiorvatns, eða 3870 km
frá sjó.
Hún liggur um aðalskipaskurði Kanada, þar sem sigla þarf um
16 slaufur og hæðarmunurinn er u.þ.b. 176 m frá enda vatnanna til
Montreal.
St. Lawrenceleiðin er fær öllum nema stærstu hafskipum, þannig
að rúmlega 80% skipa geta notað hana.
Helztu afurðir, sem fluttar eru um Vatnaleiðina er korn frá
Thunder Bay við Superiorvatn til hafna við St. Lawrence og járngrýti
til stáliðjuveranna í Kanada og BNA.
Á
vesturströndinni er gífurlegt magn af tjáviði flutt með prömmum.
Ferjur eru reknar við báðar strandlengjur landsins.
Skipaferðir eru lífsnauðsyn fyrir íbúa landsins lengst í
norðri og prammaflutingar eru stundaðir á Mackenzieánni.
Kaupskipafloti
Kanada er fremur lítill á heimsvísu.
Flest fraktskipa landsins eru í strandsiglingum og aðeins fá
stunda fragtflutninga á milli landa.
Landhelgis- og strangæzlan verður að sinna verkefnum meðfram
gríðarlangri strandlengju austurhlutans og styttri vestan megin.
Loftflutningar.
Harðbýl og fjalllend svæði og fjölbreytt veðurfar hefur mótað
flugsamgöngur í Kanada og vegna gífurlegra vegalengda, sem eru ófærar
á annan hátt er flugið geysimikilvægt í landinu.
Innanlandsflugið er aðallega í höndum tveggja flugfélaga,
Air Canada og Canadian Airlines, og fimm önnur flugfélög annast þjónustu
innan afmarkaðra landshluta.
Aragrúi smærri flugfélaga bjóða leiguflug, sumpart til
landshluta, sem eru utan áætlanaleiða.
Bæði stóru félögin annast líka millilandaflug.
Canada 2000 er Íslendingum kunnugt vegna millilendinga þess í
Keflavík.
Lester
B. Pearson alþjóðaflugvöllurinn í Toronto er hinn stærsti í
landinu.
Hann afgreiddi u.þ.b. 15 milljónir farþega seint á níunda áratugnum.
Í Montreal eru tveir aðalflugvellir.
Hinn yngri var byggður 1975 við Mirabel, 37 km norðan
borgarinnar.
Olíu-
og gasleiðslur
tengja helztu olíuvinnslusvæði Alberta og Saskatchewan og aðalborgirnar
alla leið austur til Montreal og mörg hundruð kílómetra langar pípur
liggja yfir Klettafjöllin til lægra liggjandi svæða Brezku Kólumbíu
og norðvesturhluta BNA.
Lagning pípna frá olíuvinnslusvæðunum á heimsskautssvæðunum
suður á bóginn stendur fyrir dyrum. |