Prince
Albert er borg í Mið-Saskatchewan í Kanada við Saskatchewanána.
Þar er dreifingar- og birgðastöð, einkum fyrir timbur- og námufyrirtæki.
Þar eru framleidd matvæli, drykkjarvörur, pappír, trá- og olíuvörur
og byggingarefni.
Ferðaþjónustan er mikilvæg tekjulind.
Þar er listasafn og byggðasafn auk Prince Albert þjóðgarðsins
og nokkurra vatna í nágrenninu.
Borgin státar líka af alríkisfangelsi.
Borgin var nefnd eftir eiginmanni Viktoríu drottningar og var
stofnuð 1866, þegar trúboðsstöð öldungakirkjunnar var reist.
Borgarréttindi fengust 1904.
Íbúafjöldinn 1986 var 33.686 og 34.181 árið 1991. |