Nanaimo Breska Kólumbía Kanada,
Flag of Canada


NANAIMO
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Nanaimo er borg á Vancouvereyju við Georgiasund, andspænis Vancouverborg, í Suðvestur-Brezku Kólumbíu í Kanada.  Þar er mikilvæg höfn og miðstöð iðnaðar í landbúnaðar-, skógarhöggs- og ferðamannahéraði.  Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru timburvörur, fiskafurðir og byggingarefni.  Þar er miðskóli og Nanaimo aldarsafnið, sem hýsir kolanámusýningu og gamla muni indíána og Petroglyphgarðurinn, sem státar af fornum höggmyndum úr sandsteini.  Byggðin óx í kringum verzlunarstað Hudsonflóafélagsins og var miðstöð kolanáms á fyrri helmingi 20. aldar.  Nafnið er komið úr indíánamáli og þýðir „stóra og sterka ættkvíslin”.  Nanaimo fékk borgarréttindi árið 1874.  Íbúafjöldinn 1986 var 49.029 og 60.129 árið 1991.



 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM