Þjóðgarðakerfi
Kanada er gríðarstórt og nær heimshafanna á milli.
Hinn fyrsti var stofnaður í kringum hveri og varð Banffþjóðgarðurinn
árið 1885.
Erlendir og innlendir ferðamenn streyma til þjóðgarðanna
allt árið til að njóta óborganlegrar náttúrufegurðar og taka
þátt í því, sem stendur til boða, s.s. skoðunarferðum,
fyrirlestrum, sýningum og kvikmyndasýningum.
Árið
1919 kom alríkisstjórnin ráði á legg til að fjalla um sögulega
staði og svæði, vernd þeirra og varðveizlu.
Flestir þjóðgarðar og þjóðarminnismerki eru sprottin upp
úr hernaðarsögunni, virki og víggirtir skinnaverzlunarstaðir, sögulegar
byggingar og endurbyggð söguleg hús, sem flest hýsa nú söfn.
Svæðin eru misstór, allt frá 13.000 ekrum í kringum
Louisburgvirkið á Nova Scotia til æskuheimilis fyrrum forsætisráðherra,
W. L. Mackenzie King og endurbyggðs leikhúss í Dawson í Yukonfylki
frá dögum gullæðisins.
Meðal þjóðarminnismerkjanna eru tveir fljótabátar í
Yukonfylki.
Öll fylkin fylgja sömu stefnu í verndunarmálum.
Í vesturhlutanum er indíána víða minnst, s.s.
Head-Smashed-In Buffalo Jump í Albertafylki.
Víða hafa landnemaþorp verið endurreist.
Fyrsti sögugarður Brezku-Kólumbíu var endurbyggður
gullgrafarabær í Barkerville.
Í Ontaríófylki voru höfuðstöðvar jesúítatrúboðsins
(17.öld), Sainte-Marievirkið, sem þjónuðu huronindíánunum,
endurbyggðar. |