Kelowna
er borg í miðhluta Suður-Brezku Kólumbíu í Kanada við
Okanaganvatnið.
Hún er miðstöð viðskipta, iðnaðar og ferðaþjónustu á
ávaxtaræktar- og timburvinnslusvæði.
Helztu framleiðsluvörur borgarinnar eru timburvörur, matvæli,
samgöngutæki og vín.
Hún er um miðbik Okanagadals, þar sem er fjöldi ávaxta- og vínekra.
Þar er stærsti vínframleiðandi fylkisins, sem hóf starfsemi
1932. Kelowna
er líka vinsæl meðal eftirlaunaþega, sem hafa flutzt til borgarinnar
á síðari árum.
Nafn
borgarinnar, sem þróaðist í skömmu eftir 1850 í kringum trúboðsstöð,
er komið úr máli indíána og þýðir „grábjörn”.
Kelowna fékk borgarréttindi árið 1905.
Íbúafjöldinn 1986 var 61.213 og 75.950 árið 1991. |