Kamloops Breska Kólubía Kanada,
Flag of Canada


KAMLOOPS
KANADA

.

.

Utanríkisrnt.

Booking.com

Kamloops er borg í Suður-Brezku Kólumbíu í Kanada við ármót Norður- og Suður Thompsonánna.  Hún er miðstöð viðskipta og flutninga og aðaliðnaðurinn er á sviði timburvinnslu, kornræktar og kvikfjárræktar, matvæla, olíuhreinsunar, koparvinnslu, ferðajþónustu, trjákvoðu- og pappírsframleiðslu.  Flathöfðar, eða öðru nafni Salish, voru fyrstu íbúar staðarins.  Evrópumenn komu sér upp verzlunarstað þar snemma á 19. öld.  Kamloops fékk borgarréttindi 1893 og norður- og suðurhlutar bæjarins sameinuðust 1967 og saman fengu þeir borgarréttindi 1973.  Nafn borgainnar er komið úr tungumáli salishfólksins og þýðir „Vatnamót”.  Íbúafjöldinn 1986 var 61.773 og 67.057 árið 1991.

 TIL BAKA        Ferðaheimur - Garðastræti 36 - 101 Reykjavik - info@nat.is - Heimildir         HEIM