Kamloops
er borg í Suður-Brezku Kólumbíu í Kanada við ármót Norður- og
Suður Thompsonánna.
Hún er miðstöð viðskipta og flutninga og aðaliðnaðurinn
er á sviði timburvinnslu, kornræktar og kvikfjárræktar, matvæla,
olíuhreinsunar, koparvinnslu, ferðajþónustu, trjákvoðu- og pappírsframleiðslu.
Flathöfðar, eða öðru nafni Salish, voru fyrstu íbúar staðarins.
Evrópumenn komu sér upp verzlunarstað þar snemma á 19. öld.
Kamloops fékk borgarréttindi 1893 og norður- og suðurhlutar bæjarins
sameinuðust 1967 og saman fengu þeir borgarréttindi 1973.
Nafn borgainnar er komið úr tungumáli salishfólksins og
þýðir „Vatnamót”.
Íbúafjöldinn 1986 var 61.773 og 67.057 árið 1991. |