Landnám
og vegferð landsins byggðist frá upphafi á nýtingu og útflutningi
náttúrulegra aulinda.
Á 20. öldinni óx mikilvægi framleiðslu- og þjónustuiðnaðar
gífurlega.
Í lok níunda áratugarins voru innan við 10% vinnuaflsins
bundin í landbúnaði og námugreftri en u.þ.b. 20% í framleisðluiðnaði
og u.þ.b. 66% í þjónustugreinum (samgöngum, verzlun, fjármálum,
o.fl.).
Árum saman ýttu ríkisstjórnir undir uppbyggingu framleiðsluiðnaðarins
með tollavernd.
Þessi stefna olli því, að Bandaríkjamenn byggðu mörg útibú
verksmiðja sinna í landinu til að sinna markaðnum.
Annar hornsteinn stefnu Kanadamanna í efnahagsmálum var stuðla
að uppbyggingu hægt vaxandi landshluta með styrkjum og niðurgreiðslum.
Á níunda áratugnum var linað á þessari stefnu vegna alþjóðlegra
samþykkta á viðskiptasviðinu.
Efnahagur
landsins byggist aðallega á einkaframtakinu.
Helztu fyrirtæki hins opinbera eru tengd póstþjónustunni,
raforkuframleiðslu og samgöngum.
Landbúnaðurinn er einkarekinn með styrkjum og niðurgreiðslum
frá ríkinu til að vera samkeppnishæfur við ESB og BNA, þar sem
sami leikur er leikinn.
Allmörg markaðsráð ákveða lágmarksverð landbúnaðarafurða.
Nærri
þriðjungur vinnaflsins er í verkalýðsfélögum.
Tveir þriðjungar þessa hluta eru í félögum, sem tengd eru
alþjóðasamböndum, einkum í BNA.
Kanadísku félögin berjast fyrir svipuðum kjörum og gerast í
BNA og þar með skapast veruleg spenna, því að framleiðni er
almennt minni í Kanada vegna þess, að þeir eru smátækari í verkum
sínum.
Jarðefni.
Kanada er auðugt af jarðefnum.
Víða á Kanadaflekanum, sem er bæði eldbrunninn og
myndbreyttur, er að finna auð járns, gulls, silfurs, kopars, platínu,
nickels, blýs sinks, títaníums, kadmíums, molybdenums, úraníums og
kóbalts.
Málmar finnast líka á eldbrunnum og myndbreyttum svæðum
Kordillera- og Appallachiafjalla.
Þar eru líka olíulindir, þótt mun meira finnist af kolum og
olíu á sléttum miðvesturhlutans.
Landbúnaður.
Álitið er, að u.þ.b. 8% lands séu hentug til ræktunar.
Allt að 80% þess er á vestursléttunum, þar sem langir og sólríkir
sumardagar ásamt hæfilegri úrkomu henta fyrir góðan afrakstur og
heilbrigða kornstofna.
Fjölbreyttasta ræktunin og hámarksafrakstur er að finna í suðvestur
Brezku-Kólumbíu og Suður-Ontaríó.
Skógar.
Nærri helmingur landsins er skógi vaxinn.
Aðgengileg svæði barrskógabeltisins sjá fyrir nægu timbri
til smíða og pappírsgerðar.
Vesturströndin er hagstæðust að þessu leyti, því að þar
vaxa stærstu trén og gæði viðarins eru mest.
Fiskveiðar.
Fiskimið landsins í Atlantshafi og Kyrrahafi eru auðug (sjá þó bókina
„Ævisaga þorsksins” í þýðingu Ólafs Hannibalssonar).
Kanadamenn færðu fiskveiðilögsögu sína út í 200 sjómílur
árið 1977 til að ná betri stjórn á nýtingu fiskistofnanna.
Atlantshafsmegin teygist landgrunnið nokkur hundruð mílur til
vesturs og grynnstu hlutar þess eru kallaðir bankar, þar sem svifið,
sem er aðalfæða fiskistofnanna, þrífst vel vegna þess, hve sólarljóssins
nýtur vel allt niður að botni.
Mikilvægustu fiskimiðin á þessum slóðum eru Stórubankar
fyrir ströndum Nýfundalands. Fyrir
ströndum annarra strandhéraða eru Bradellebanki, Sablebanki,
Georgesbanki (einnig í bandaríkskri lögsögu) og fjöldi annarra
fiskimiða.
Kyrrahafsmegin er landgrunnið mjög mjótt en fjallalækir og ár
eru hentug hrygningarsvæði Kyrrahafslaxins og allra nyrzt og á
heimsskautssvæðunum byggja frumbyggjarnir lífsafkomu sína á grægð
þeirra.
Fiskistofnum í suðurhluta landsins hefur hnignað verulega
eftir miðja 20. öldina vegna ofveiði og mengunar.
Orkubúskapur.
Vatnsorka er ríkuleg í landinu (u.þ.b. 15% af slíkum
orkulindum jarðar).
Mestur hluti aðgengilegrar vatnsorku hefur þegar verið nýttur
nema í Quebec á Jamesflóasvæðinu.
Aðrir hlutar landsins hafa snúið sér að nýtingu kola og
kjarnorku til að mæta vaxandi þörf.
Í vesturhluta landsins eru gríðarmiklar birgðir kola í jörðu
og Nýja-Brúnsvík og Nýja-Skotland eru að mestu sjálfum sér næg
með olíu og geta jafnvel flutt út jarðgas.
Stærstu olíulindirnar og mesta olíuframleiðslan eru samt sem
áður í Alberta og ónýttar olíubirgðir í jörðu eru á
heimsskautssvæðinu og fyrir Kyrrahafsströndinni.
Einnig eru miklar birgðir Úraníums í jörðu. |